Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 118
102
LÆKN ANEMINN
þó afar sjaldan sem hægfara heila-
blóðfall. Þó getur það skeð, og
hafa verið nefnd um jmð dæmi. Er
það þá mikill ókostur, að einmitt
í þessum tilfellum er ekki blóð í
mænuvökva yfirleitt. Hitt er svo
það, að enda þótt stífla sá á ferð-
inni, einsog langoftast er. þá hef-
ur myndazt þurrt drep í heila, og
blóðþynnigin eykur hættu á því að
blæði. Gerist slíkt á þessu svæði,
hlýzt af verra ástand en það, sem
iafnvel hefði ella skapazt. Fram-
hjá þessum röksemdum skal ekki
gengið, en mörg yfirlit liggja samt
fyrir, er svna ótvírætt, að blóð-
þynning við hægfara heilablóðfall
getur miklu góðu til leiðar komið.
Fisher (1958), Carter (1961) og
Baker (1962) hafa sýnt fram á,
að verulega fleirum batnaði og
færri dóu ef blóðþynningu var
beitt. Þrefalt færri fengu aukið
dren með tilsvarandi afleiðingum
og helmingi færri dóu vegna dreps
(infarctionar). Hinu er ekki að
leyna. að 2 dóu (Baker) úr heila-
blæðingu af þeim, er meðferð hlutu
(61). en enginn af hinum (67).
Heildardánartala hinna meðhöndl-
uðu (blæðingarnar meðtaldar)
var þó 7 á móti 10 hjá hinum,
sem enga meðferð fengu. I upp-
gjöri Carters voru 3 dauðsföll hjá
þeim, er meðferð fengu (38), en
blæðinga er þar ekki sérstaklega
getið. Af þeim, er ekki fengu með-
ferð, dóu 7 (38). Framhjá þsssum
niðurstöðum verður heldur ekki
gengið, og spurningin um að
hrökkva eða stökkva þegar um er
að ræða að hefja blóðbynningu við
hægfara heilablóðfall eða ekki,
verður samvizkumál þess, sem
frammi fyrir kvölinni stendur og
völina á.
ARTERIOSCLEROSIS
CEREBRI
Sjúkdómsgreiningin arterio-
sclerosis cerebri prýðir forsíður
margra sjúkála, ef þá er hægt að
tala um skraut í því sambandi. Því
miður er því ekki að leyna, að oft
er hér farið með rétt mál, en hins-
vegar er ekki alltaf sýnd nægileg
gætni, hvað viðkemur þessari sjúk-
dómsgreiningu. Þannig er t.d.
Parkinsons-veiki alltof oft talin
vera vegna arteriosclerosis, og
reyndar nánast hver sú truflun á
heilastarfsemi, sem ekki verður
skýrð. I þessu felst mikil hætta,
og er réttara að viðurkenna, að
ekki sé vitað, hvað er á ferðinni,
og fylgjast síðan með framvindu
mála.
Arteriosclerosis cerebri gefur til
kynna, að um útbreidda æðakölk-
un sé að ræða í heila. Einsog að
líkum lætur, má þess vænta, að
þar af leiði hin margvíslegustu ein-
kenni frá heila, og er það rétt.
Þau eru og öll augljós, þegar þetta
ástand er langt gengið, en mörg
þeirra leyna hinsvegar á sér, með-
an það er að skapast. Vert er að
minnast þess strax, að þetta er
s.júkdómur hjá hinum fullorðnu og
öldruðum, og j)á að öllu jöfnu
merki um arteriosclerosu í æðum
annarra líffærakerfa, Til er, að
arteriosclerosa sé bundin við heila-
æðar, en þetta er sjaldgæft, og
væri þá fremur hjá ungu fólki. En
arteriosclerosis cerebri hjá fólki
undir 50 ára aldri er sjaldgæft og
skyidi aldrei greint, nema að mjög
vel athuguðu máli. Útbreiddar
þrengingar í heilaæðum hjá fólki
14-30 ára eru ekki til umfram það,
að allt er rétt mögulegt. Ástæðan
til þess, að ég yfirleitt minnist á
hið síðasttalda, er sú, að ég hef
hér á fáum mánuðum fengið til