Læknaneminn - 01.03.1972, Síða 119
LÆKNANEMINN
103
Mynd 11: Arieriosclerosis cerebri. 65 ára kona með útbreidd einkenni
frá heila. Æðamyndin sýnir áberandi hlykkjóttar og lengdar megin-
æðar og æðafátæk svæði. Eitt af röntgenologiskum teiknum um
arteriosclerosis cerebri.
mín unglinga, er tjá mér, að þeir
ssu með æðaþrengsli í höfðinu og
draga úr pússi sínu æðaútvíkkandi
lyf þessu til staðfestingar. I flest-
um tilfellum er hér um að ræða
spennuverk og hjá sumum
migraine, þar sem æðaútvíkkandi
lyf eru til þess líklegust að gera
ástandið hálfu verra, sem er jú
venjulega ástæðan fyrir heim-
sóknunum til mín í þessum tilfell-
um.
Heilinn er merkasta líffæri
mannsins. Það skal auðvitað við-
urkennt, að hann þarf súrefni og
næringu, og hann myndi illa þola,
ef ekki brotnuðu niður eitruð efni
og útskildust úr líkamanum, en án
hans væri maðurinn ekki það, sem
hann vill kallast, þ.e.a.s. vitsmuna-
vera. Arteriosclerosis cerebri veld-
ur sínu tjóni hægt en stöðugt, en
enda þótt heilinn vinni sem ein
heild, verðum við misvör við aft-
urförina eftir því, hvar í heila
meginskemmdin gerist í það og
það skiptið. Þannig notum við aug-
ljósara annað heilahvel heldur en
hitt, og áttum okkur síður á trufl-
un á gnosis og praxis en t.d. tali
og gleymsku, þar sem aftur lömun
og dofi fer sjaldnast framhjá. Svo
koma fyrir þær truflanir á starf-
semi, sem í eðli sínu eru þannig,
að hinn sjúki skynjar þær ekki
sem slíkar. Hér er átt við ýmsar
breytingar á persónuleika, sem
fram koma sem breytingar á hegð-