Læknaneminn - 01.03.1972, Qupperneq 133
LÆKNANEMINN
115
og læknisfræðirannsókna á þessu
sviði, sem hafa leitt okkur þangað,
sem við erum í dag, en um og upp
úr heimsstyrjöldinni fyrri gerist á
þessu sviði mjög ör þróun, ann-
ars vegar er þá fullkomnaður há-
spennirinn, sem leiðir til frekari
nákvæmni í vali spennu og þar
með geislahörku, tímaákvörðun á
myndatökum verður nákvæmari
af þeim sökum og geislunartím-
arnir styttri. Pyrstu röntgenfilm-
urnar voru glerplötur, sem roðnar
voru ljósmyndaemulsion og því
ákaflega viðkvæmar í allri með-
höndlun, og það er ekki fyrr en
upp úr heimsstyrjöldinni fyrri, að
filmur fara að koma á markaðinn,
sem eru roðnar á mjúkan grunn,
þ. e. a. s. celloid og síðar ýmis
polyester-efni. Ljósmögnunar-
skermar, sem sverta filmuna í stað
röntgengeilsunarinnar sjálfrar,
komu um svipað leyti, og þýðing
þeirra frá geislavarnarsjónarmiði
er ómetanleg.
Mig langar loks að víkja
þessu sögulega yfirliti aðeins
heim til vors lands, íslands, og
finnst mér það að mörgu leyti vel
til fundið, þar eð í ár eru einmitt
90 ár liðin frá fæðingu frumherja
röntgentækninnar á fslandi, Gunn-
laugs Classens. í þeirri frásögn
byggi ég að verulegu leyti á minn-
ingargreinum prófessors Gösta
Forsells og Dr. Gísla Fr. Petersens.
Gösta Forsell var á eftir Stenbeck
einn aðalfrumherji og hvati þró-
unar röntgenlæknisfræði í Sví-
þjóð og var kennari og samstarfs-
maður Gunnlaugs Claessens um
tíma. Gunnlaugur Claessen lauk
stúdentsprófi í Reykjavík 1901 og
útskrifaðist úr læknadeild Kaup-
mannahafnarháskóla 1910. Síðan
bjó hann sig undir röntgenstörf
hjá prófessor J. F. Fischer, sem
hafði privat röntgeninstitut í
Kaupmannahöfn og á Ríkisspítal-
anum í Kaupmannahöfn. Þaðan
fór hann á röntgendeild Serafimer-
sjúkrahússins í Stokkhólmi, þar
sem hann kynntist Gösta Forsell
og Ákerlund, en þau kynni höfðu
djúpstæð og varanleg og blessun-
Mynd 4: Gunnlaugur Claessen
arrík áhrif á allan feril hans síð-
an. Hann kom fyrst út til fslands
1913, og stundaði þá í nokkur ár
almennar lækningar í Reykjavík,
en kom jafnframt mjög fljótlega
upp röntgenstofu, og er ýmislegs
athyglisverðs og fróðlegs að minn-
ast í sambandi við fyrstu starfs-
ár Claessens í röntgenfræði á ís-
landi. Fyrsta stofan var sett upp
á Hverfisgötu 12 í húsinu á horn-
inu Hverfisgata — fngólfsstræti.
Það var dimmstofa í kjallara, en
röntgenstofa og biðstofa á stofu-
hæð. Engin leið var að koma þarna