Læknaneminn - 01.03.1972, Page 134
116
LÆKNANEMINN
inn sjúkrabörum vegna þrengsla,
og vinnuskilyrði þannig ekki góð,
en það, sem var enn erfiðara, var,
að ekki var þess kostur á þeim
tíma að fá öruggan rafmagns-
straum til vélanna. Frá Trésmiðj-
unni Völundi fékk Claessen raf-
magn, og stundum varð hann að
hringja þangað og biðja um að
vélarnar væru stöðvaðar, þannig
grunngeislanir við húðsjúkdómum,
en hann reyndi eitthvað einnig við
tumorgeislun. Smám saman óx
stofnuninni í Pósthússtræti 7
nokkuð fiskur um hygg, og er út-
búnaður þar árið 1927, þegar með-
fylgjandi mynd er tekin, í fullu
samræmi við það, sem bezt gerðist
erlendis. Því má ekki gleyma, að
Claessen var forgöngumaður um
að hann fengi nægilegan straum
til röntgenmyndunar. Talið er, að
fyrsta röntgenmyndin, sem tekin
var á íslandi, hafi verið af úlnlið
prófessors Guðmundar Thorodd-
sens, og var hún tekin í marz 1914.
Um svipað leyti var Gunnl. Claess-
en skipaður forstöðumaður þessar-
ar stofnunar, sem var talin tengd
Háskóla íslands. Röntgenstofan
var á Hverfisgötu 12 til 1918, en
þá tók hún til starfa í Pósthús-
stræti 7, í húsi því, sem Nathan &
Olsen byggðu þar, og síðan hefur
verið kennt við Reykjavíkurapó-
tek. Fyrstu árin var aðaláherzlan
lögð á röntgenskoðanir, en sérstök
röntgenlækningatæki voru sett
upp í júní 1919. Að vísu hafði
Claessen fengizt við lækningar
með sínum frumstæðu tækjum á
Hverfisgötunni. Það voru aðallega
Mynd 5: Vinnustofa
Gunnlaugs Claessens í
Pósthússtræti um 1927.
(Myndin er lánuð frá
Röntg-endeild Landsspít-
alans).
margt fleira en röntgengreiningar.
Hann átti þannig frumkvæði og
aðalþátt í því að radiumsjóður var
stofnaður og radium fékkst hér
til lækninga 1919. Væri það í sjálfu
sér nægilegt efni í annað erindi
að skýra frá því, en er utan við
efni greinarinnar. Árið 1930 flutti
Claessen starfsemi sína inn í
Landspítalann, og varð hún Rönt-
gendeild Landspítalans. Þessi deild
var þá gerð af miklum stórhug
og tækjakostur eftir því sem þá
gerðist hinn allra bezti, og Claess-
en gerði sér ávallt mikið far um
að halda tæknilegum staðli deild-
arinnar á sama stigi og bezt gerð-
ist með nágrannaþjóðum okkar,
og kemur þetta meðal annars vel
fram í grein og umsögn pró-
fessors Gösta Forsells um Claess-
en, sem áður var getið. Þá má