Læknaneminn - 01.03.1972, Page 145
LÆKN ANEMINN
125
Læknirinn verður í fyrsta lagi
að hafa þá þekkingu og æfingu,
ssm þarf til að sinna því verkefni,
sem hann tekur að sér. Árið 1919
var kveðinn upp dómur í Hæsta-
rétti Noregs, sem síðar hefur oft
verið ræddur (Norsk Rettstidende
1919, bls. 1). í málinu stóð svo á,
að læknir nokkur ritaði vottorð
þess efnis, að maður væri geðveik-
ur, og á grundvelli þess var s.i'úkl •
ingurinn lagður inn á geðveikra-
spítala. Þar gátu læknar ekki fund-
ið geðveiki h]á manninum, og var
hann útskrifaður eftir 3-4 vikur.
Fram kom, að læknirinn, sem rit-
að hafði vottorðið, bjó ljóslega
ekki yfir nægilegri þekkingu á
geðsjúkdómum, Hæstiréttur klofn-
aði, þegar skaðabótamál, sem
sjúklingurinn höfðaði, kom til úr-
lausnar dómstólsins, en meirihlut-
inn svknaði með þeim rökum, að
ekki hefði verið nein kennsla að
ráði í geðs.júkdómafræði, þegar
læknir þessi var við nám, svo að
það yrði ekki talið saknæmt, að
greining hans á sjúkdómnum var
röng. Þessi dómur fær vart stað-
izt, og má benda á það ákvæði
læknalaganna íslenzku, að læknar
skuli halda þekkingu sinni sem
bezt við og fara nákvæmlega eftir
henni. Ellinor Jakobsen segir í bók
sinni að hafa verði í huga. að það
hafi tekið hina sérfróðu lækna á
sjúkrahúsinu langan tíma að átta
sig á, að greining læknisins var
ekki rétt, og að vafalítið hafi ver-
ið um vandasamt tilfelli að ræða.
Fiestir eða allir aðrir fræðimenn,
sem um dóminn hafa ritað, hafa
gagnrýnt hann, sumir harðlega.
Norski prófessorinn Kristen
Andersen segir jafnvel, að þetta
sé dómur þar í landi, sem þeir geti
helzt bent á, er haldi því fram, að
læknar njóti forréttinda á sviði
bótaréttarins. Þess skal getið, að
til er dómur frá einu af grann-
löndum okkar, kveðinn upp fyrir
nokkrum áratugum, þar sem dæmt
var í skaðabótamáli vegna meintra
mistaka íslenzks læknis. Þar kom
til álita, hvort læknapróf frá Há-
skóla íslands réttlætti, að maður
með það gæfi sig að aðstoðarlækn-
isstörfum. Niðurstaðan varð, sem
betur fer, að svo væri. Sýknað var
í máli þessu.
Þekking og reynsla læknis er
ekki nóg, hann þarf einnig að búa
við nægilegt heilbrigði til að geta
unnið læknisverkið.
Þá er þess að geta, að læknir-
inn er talinn eiga að fara eftir við-
urkenndum aðferðum læknisfræð-
innar í störfum sínum, hann á að
vinna lege artis. 1 þýzkum rétti er
brot gegn þessu nefnt Kunstfehl,
en samsvarandi orð hefur ekki náð
fótfestu í norrænum bókmenntum
um skaðabótarétt,
Hér hefur verið minnzt á, að
þekking, reynsla heilbrigði og
trúnaður við viðurkenndar aðferð-
ir læknisfræðinnar komi til skoð-
unar, þegar meta skal, hvort
læknir, sem krafinn er um skaða-
bætur, hafi unnið saknæmt verk.
Eí læknir vinnur verk án þess að
hafa þekkingu, reynslu og heil-
brigði, sem til þarf, eða víkur frá
viðurkenndum aðferðum, getur
hann orðið bótaskyldur, þó að
fleira þurfi að skoða, áður en dóm-
ui fellur um það. Hitt er rétt að
legg.ja áherzlu á, að það veldur
ekki eitt út af fyrir sig bótaskyldu,
að læknisverkið ber ekki þann
árangur, sem vonir stóðu til. —
Til frekari skýringar á því, sem
nú hefur verið sagt, mun rætt lít-
ið eitt nánar frá lögfræðilegu sjón-
armiði um sjúkdómsgreiningu, va!
meðferðar og læknismeðferðina
sjálfa.
Svo er að sjá, sem dómstólar i