Læknaneminn - 01.03.1972, Qupperneq 150
130
LÆKNANEMINN
réttindasviptingar með ráðherra-
úrskurði kunni að koma við og við,
er ljóst, að til þeirra ráða, sem lög-
in gera ráð fyrir, er sjaldan eða
svo til aldrei gripið í raun. Þá
vaknar sú spurning, hvort allar
þessar reglur geri nokkurt gagn og
hvort leita þurfi annarra leiða til
að marka þjóðfélagslegri stöðu
lækna ákveðið svið að þessu leyti.
Lög eru félagslegt úrræði, sem
vissulega reynist misjafnlega eft-
ir aðstæðum. Skaðabótareglurnar
hafa einkum þróazt eftir þörfurn
atvinnulífsins, umferðarinnar og
nokkurra annarra afmarkaðra at-
riða, og refsireglurnar hafa
mótazt af viðbrögðum við at-
ferli, sem er grófara en það, sem
fyrir kemur í læknisstarfi að öll-
um jafnaði. Það er því ekki víst,
að hin áberandi fæð mála gegn
læknum hér á landi stafi af því, að
þeir gefi aldrei tilefni til þjóðfé-
lagslegra viðbragða, þó að vonandi
séu slík tilefni fá. Málafæðin get-
ur líka stafað af því, að lögin hafa
ekki náð tökum á viðfangsefninu
Hér er um að ræða vandamál, sem
er ekki lögfræðilegt í venjulegri
merkingu þess orðs, heldur rétt-
arfélagsfræðilegt. Það virðist vera
álit þeirra, sem kannað hafa
vandamál af þessu tagi, að um
þjónustu háskólamanna almennt
megi segja, að hún sé fólgin í að
beita þekkingarforða við lausn
mála, sem talin eru mikilvæg í
þjóðfélagi þeirra. Þekkingarforð-
inn er yfirleitt þess eðlis, að leik-
menn eiga erfitt með að dæma,
hvort þjónustan er góð eða slæm
frá sjónarmiði viðkomandi fræði-
greinar, svo að aðhald það er tak-
markað, sem stofnanir ríkisins og
viðskiptavinir háskólamanna geta
veitt. Af þessu leiðir aftur, að
mikil áherzla hefur verið lögð á
sjálfsaga og háar siðgæðiskröfur,
en einnig á eftirlit á vegum stéttar-
félaga háskólamanna eða sér-
stakra stofnana, þar sem sérfræð-
ingar úr sömu fræðigrein meta
þjónustuna, svo sem læknaráð
gerir hérlendis að vissu marki.
Hvort tveggja þetta, sjálfsögun
og sérfræðilegt eftirlit, skiptir
sjálfsagt miklu, en það leysir ekki
lögfræðina undan þeim vanda að
leita að leiðum til að veita aðhald.
Til þess eru of miklir hagsmunir
í húfi og önnur ráð ekki nægilega
orugg eða traust. íslenzkur rétt-
ur er ekki lengra á veg kominn
að því er læknana varðar en lýst
hefur verið. Vonandi munu lækn-
ar og lögfræðingar vinna saman
að því að þoka málum þessum
áfram á næstu árum.
Helztu heimildir:
Eilinor Jakobsen: Lægers civilretlige
ansvar for undersogelse og be-
handling af patienter, Lundi og
Kaupmannahöfn 1958.
Bengt V. Tidemand-Petersson: Læge-
ansvar, Frederikshavn 1960.
Kristen Andersen: Skadeforvoldelse og
erstatning, Oslo 1970, 6. kafli: Er-
statningsansvar for leger og syke-
hus.
Um tímaritsgreinar er getið í megin-
máli og einnig visast til tilvitnana
í ofannefndum bókum. Dómasöfn eru
nefnd fullum titli, þegar þau eru
fyrst greind, og má ráða síðari
skammstafanir eftir því.
Þór Vilhjálmsson.
Háskóla, íslands,
laga.deild.
HRlSLAN
Ein væn
lífrauö',
laufgræn
reyniviðarhrísla
stendur í miðjum Valgaskógi.
Ókunnur höfundur