Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 153
LÆKN AN EMINN
131
Arinbjörn Kolbeinsson,
læknir:
(Upphafleg'a flutt sem erindi í Nor-
ræna húsinu, 31. marz 1971, á vegum
Stúdentafélags Háskóla Islands. Birt
hér nokkuð stytt og breytt.)
Skýrgreining
Orðið ,,ábyrgð“ merkir eins kon-
ar tryggingu fjnrir því, að vissar
skyldur séu ræktar og skilyrði
uppfyllt. Þessi trygging felur í sér,
að sá, sem vanrækir tilteknar
skyldur, bæti það tjón, er slík van-
ræksla veldur, bíði álitshnekki eða
missi jafnvel starfsréttindi. Þol-
andinn, sem verður fyrir tjóni eða
óþægindum vegna þess, að annar
aðili vanrækir skyldur sínar, fær
þá og því aðeins bætur, að unnt sé
að meta tjónið til f jár. Af þessum
sökum er nauðsyn að skipta merk-
ingu orðsins ,,ábyrgð“ í tvo aðal-
flokka, þ. e. ábyrgð (responsi-
bility), sem tekur aðallega til fé-
lagslegra, faglegra og siðferði-
legra atriða, og hins vegar fébóta-
ábyrgð (liability), þar sem tjónið
er lögum samkvæmt metið til f jár
með nokkrum hætti.
Skyldur oq ábyrgð
Ákvæði um skyldu lækna og
ábyrgð er að finna í Eiði
Hippokratesar, Alþjóðasiðareglum
lækna, Genfarheiti lækna, Siða-
reglum Læknafélags fslands og
landslögum.
Hin siðferðilega og raunar einn-
ig hin lagalega áíiyrgð lækna
stendur djúpum rótum í sögunni.
Sagt er, að í fornritum Babyloníu-
manna og Assýríumanna frá 7.
öld f. Kr. sé að finna ákvæði um
skyldur og ábyrgð lækna. Almennt
er talið, að Hippokrates, sem uppi
var 470—400 árum f. Kr., hafi lagt
grundvöllinn að reglum um félags-
legar og siðferðilegar skyldur
lækna. Hippokrates mun hafa
byggt þessar reglur á erfðavenj-
um forfeðra sinna og ævafornum
heimildum. Hinn svonefndi Hippo-
kratesareiður, elztu þekktu siða-
reglur lækna, voru settar fyrir um
2400 árum. Ýmis atriði í hinum
upprunalega Hippokratesareiði
eru enn í gildi, og mynda þau í
rauninni undirstöðu fyrir nútíma-
siðareglur lækna, enda tíðkast hér
á landi, að ungir læknakandidatar
undirriti Hippokratesareiðinn. Að
vísu er það ekki eiðurinn í heild,
heldur atriði úr honum, sem enn
hafa grundvallargildi fyrir skyldu-
rækni og ábyrgð lækna í störfum,
færð í nútímabúning. f Hippo-
kratesareiðnum segir m. a.:
„Læknisaðferðir mínar miðast
ætíð við það að vera til góðs fyrir
sjúklinginn eftir minni beztu getu
og dómgreind. Þær skaði aldrei
neinn og feli ekki í sér neitt rangt.
í hvert hús kem ég til góðs fyrir
þann sjúka, held mig frá öllu
röngu, allri spillningu, og sérstak-
lega held ég mig frá öllum svik-
um við menn eða konur, hvort
heldur um er að ræða frjálsan
vilja eða þvinganir. Það, sem ég sé
eða heyri, skoða ég sem heilög
leyndarmál.“
Ábyrgð og skyldur eru hugtök,
sem haídast í hendur. Skyldurnar
eru mismunandi eftir verksviðum
og aðstæðum. Þar, sem starfsskil-
yrði eru bágborin, eru skyldur
fjölþættari, t. d. hjá lækni, sem
starfar einsamall í strjálbýlishér-
aði. Eftir því sem sérhæfing vex,
verða skyldurnar færri, en ábyrgð-
in vex gagnvart hverju einstöku
atriði. Má þar nefna sérfræðing,
sem vinnur við góð skilyrði á
þröngu sviði. Með aukinni sérhæf-
ingu kemur einnig til samvinna