Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1972, Page 154

Læknaneminn - 01.03.1972, Page 154
132 LÆKNANEMINN lækna, en með henni skiptast skyldurnar og ábyrgðin dreifist. Mistök hjá lækni, sem býr við lé- legar aðstæður og margháttaðar skyldur, fyrirgefast auðveldlegar, bæði hjá almenningi og dómstól- um, heldur en álíka mistök hjá lækni, sem vinnur við góð skil- yrði, þar sem skyidum er skipt og ábyrgðinni er dreift. Af þessu er ljóst, að samvinna lækna, góð starfsaðstaða, skipting skyldu og deiling ábyrgðar eykur öryggi sjúklingsins, enda eykst jafnframt í heild hin læknislega ábyrgð. Siðareglur lœkna Siðareglur Læknafélags íslands frá 1967 byggjast á Alþjóðasiða- reglum lækna frá 1949, en hvorar tveggja þessara reglna grundvall- ast á Hippokratesareiðnum. Þær eru til leiðbeiningar um það, hvern- ig læknum beri að gæta heiðurs og göfugra erfða stéttarinnar, til verndar almenningi gegn hvers konar skottulækningum. 1 reglun- um er viðurkennt, að læknastéttin helgar sig þjónustu við alla menn í baráttu gegn sjúkdómum og fyr- ir verndun heilbrigði, að hún gegn- ir ábyrgðarhlutverki og getur því aðeins vænzt vegs og trausts af samfélaginu, að læknirinn geri sér allt far um að vera vaxinn þeim siðferðilega vanda, sem þekking, tœkni og félagslegt hlutverk legg- ur læknastéttinni á herðar. 1 Alþjóðasiðareglum lækna, sam- þykktum á þingi Alþjóðafélags lækna í Lundúnum í október 1949, segir svo um skyldur læknis við sjúkling: „Lækni má aldrei gleym- ast, hversu mikilsvert er að varð- veita mannslíf, allt frá getnaði til grafar. Lækni ber að auðsýna sjúklingi sínum fyllstu hollustu og greiða honum veg að öllum úrræð- um vísindagreinar sinnar. Ef ekki er á færi læknis að leysa af hendi nauðsynlega rannsókn eða aðgerð, ber honum að leita til fulltingis annars læknis, sem til þess er fær. Lækni ber að gæta fyllstu þag- mælsku um allt, er sjúklingur trú- ir honum fyrir eða honum verður kunnugt vegna slíks trúnaðar. Lækni ber í viðurlögum að inna af hendi nauðsynlega læknishjálp, nema hann sé fullviss þess, að hún verði látin í té af öðrum.“ I siðareglum Læknafélags Is- lands segir svo um skyldur og ábyrgð lækna gagnvart sjúkling- um: „Lækni ber ætíð að rækja starf sitt án manngreinarálits og af því vandlæti og þeirri samvizku- semi, að sjúklingar hans geti 'bor- ið til hans fullt traust. - Lækni ber ætíð að gera sér far um að full- nægja staðalkröfum, sem starfs- grein hans lýtur hverju sinni. — Lækni ber að gera sér far um að grundvalla starf sitt á fræðilegum undirstöðum og vinnubrögðum, sem vísindin almennt viðurkenna. — Það er meginregla, að lækni er frjálst að hlýða samvizku sinni og sannfæringu. Hann getur, ef lög eða úrskurðir bjóða ekki annað, synjað að framkvæma læknisverk, sem hann treystir sér ekki til að bera ábyrgð á, til að mynda vegna vöntunar á nauðsynlegu trúnaðar- sambandi. — Lækni ber að vera minnugur ábyrgðar sinnar. Honum er ósæmandi að takast á hendur nokkra sýslu, er skerðir sjálf- stæði hans sem læknis. Honum er skilyrðislaust óheimil hver sú að- gerð, er gæti veikt andlegt eða líkamlegt viðnám nokkurs manns. Honum er skylt að virða mannslíf og mannhelgi. Neyti hann við læknisverk lyfja, sem slæva dóm- dómgreind hans og athygli, er hann sekur um misferli.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.