Læknaneminn - 01.03.1972, Qupperneq 157
LÆKNANEMINN
135
bótaábyrgð íslenzkra lækna eigi
verið staðfest af dómstólum, enda
hafa fáir eða engir læknar hér á
landi ábyrgðartryggingu gagnvart
þessum kröfum. fslenzk lækna-
stétt hefur talið slíkar ábyrgðar-
tryggingar óþarfar og óheppileg-
ar. Mundi það auka fébótakröfur,
þegar vitað væri, að við trygginga-
félag er að eiga, en ekki einstakl-
ing. Einnig hefur verið talið lík-
legt, að þetta gæti haft áhrif á af-
stöðu dómstóla, þannig að dóm-
stólar myndu verða frjálslyndari
gagnvart skaðabótakröfum, þegar
þær beindust gegn tryggingafélagi,
en ekki einstaklingi. Yrði oft
gengið frá skaðabótakröfum utan
dómstóla og þær greiddar af
tryggingafélögunum án hlutlægr-
ar ítarlegrar rannsóknar. Nú er
það svo, að tryggingafélög greiða
í rauninni ekki skaðabæturnar,
heldur miðla þau hluta af iðgjöld-
unum á vissa staði, en iðgjöldin
yrðu greidd af læknum. I þeim
löndum, þar sem ábyrgðatrygging-
ar hafa verið teknar upp, hafa
læknar orðið að leggja kostnað
þeirra, þ. e. iðgjöld, á læknisþjón-
ustuna, en það kemur fram sem
hækkað verð hennar. Það yrði
heldur ekki tryggt, að allir, sem
eiga rétt á greiðslum, fái þær, né
heldur, að allir þeir, sem fá greiðsl-
ur, séu réttilega að þeim komnir.
Auk þess hefur reynslan sýnt, að
fébótamálaferli spilla almennt
trúnaðartrausti lækna og sjúkl-
inga, sem er miklu mikilvægara
en almenningur og jafnvel læknar
gera sér stundum grein fyrir, og
geta hindrað eðlilega framvindu
læknisþjónustunnar. Öll læknis-
þjónusta felur í sér nokkra áhættu,
og þá áhœttu er hvorki rétt né
unnt að hœta að fullu með pening-
um. Erlend reynsla hefur sýnt, að
óheppilegt er, að fébætur fari fram
fyrir milligöngu venjulegra trygg-
ingarfélaga.
Erlend sjónarmið
Á ársþingi Alþjóðasambands
lækna 1970 var nokkuð rætt um
ábyrgð lækna, og komu þar fram
ýmsar skoðanir frá mismunandi
löndum. Fulltrúar frá Englandi og
Frakklandi töldu heppilegast, að
læknasamtökin kæmuáfótsérstök-
um stofnunum, til þess að annast
fyrstu afgreiðslu á fébótakröfum
á hendur læknum og ábyrgðar-
tryggingu gegn þeim kröfum.
Stofnanir þessar hafa í Frakklandi
á að skipa sérmenntuðu liði, til
þess að rannsaka málsatvik, og
eru úrskurðir þeirra í flestum til-
fellum virtir, þannig að sjaldan
kemur til málaferla, og sparar það
tíma og fé fyrir sjúklinga og
lækna. Fyrirkomulag þetta var
talið heppilegra en ábyrgðartrygg-
ingar á venjulegum trygginga-
markaði.
I Bandaríkjunum hefur skapazt
ófremdarástand vegna fébóta-
krafna á hendur læknum, þannig
að mörg tryggingafélög hafa neit-
að að annast ábyrgðartryggingar
fyrir þá. Þetta hefur leitt til þess,
að læknar hafa tekið upp sérstaka
varkárni í viðskiptum við sjúkl-
inga. Þeir hafa orðið að tryggja
sér, að sjúklingur afsali sér rétti
til skaðabótamáls, áður en lækn-
isaðgerð fer fram. Slíkt samkomu-
lag milli sjúklings og læknis er
óheppilegt og raunar algjörlega
óeðlilegt. Ekki er ástæða að ætla,
að amerískir læknar geri fleiri né
alvarlegri mistök en annars stað-
ar gerist, en mál þessi munu al-
mennt dæmd þar í kviðdómi, og
slíkir dómstólar virðast stundum
byggja niðurstöður sínar meira á
tilfinningu en rökréttum stað-
reyndum, enda ekki unnt að ætl-