Læknaneminn - 01.03.1972, Síða 169
fullnægjandi viðbragð
VIÐ OFNÆMISÁHRIFUM.
Við rannsóknir á 64 sjúklingum með andateppu
(asthma) á mismunandi stigi, kom í ljós, að
hja 83 % þeirra minnkuðu einkennin
verulega við innspýtingu í vöðva með lyfinu
LEDERCORT DIACETAT.2
hað athyglisverða kom í ljós, að ekki var
aðeins unnt að stöðva bráða andateppu, heldur
var einnig hægt að halda henni niðri með
vikulegum innspýtingum.1-2
hað hefur komið í ljós, að flestir sjúklingar
með Iangvinna andateppu fá betri arangur með
■nnspýtingu lyfsins LEDERCORT
DlAC'ETAT 40 mg/ml en inntökum steroid
lyfja.a
Góður árangur fæst einnig við andateppu þar,
sem einnig ber á lungnaþani (emphysem),
þrota í hörundi (kontakt dermatitis) og öðrum
tegundum ofnæmis.
SAMANBURÐUR VIÐ ÖNNUR
GLUCO-CORTICOID GEGN
GIGTARSJÚKDÓMUM.
Rannsökuð voru áhrif allt að 100 innspýtinga
lyfsins LEDERCORT DIACETAT 40 mg/ml
og lyfsins methylprednisolon acetat á um
50 sjúklingum með Iiðagigtarsjúkdom.3
Skammturinn til innspýtingar var 100 mg og
rannsóknartíminn almennt 6 mánuðir.
Lækningaverkun eftir hverja einstaka
innspýtingu hélst að jafnaði í 16 daga þegar
lyfið LEDERCORT DIACETAT var notað,
og í 14 daga þegar lyfið methylprednisolon
acetat var notað. f vissum tilfellum náðist allt
að 50 daga lækningsaverkun með LEDERCORT
DIACETAT.
Tvær aðrar rannsóknir2.'1 hafa sýnt fram á,
að einkennin geta haldist niðri með innspýtingu
lyfsins með 2-3 vikna millibili.
Þetta sýnir okkur augljósa kosti lyfsins
samanborið við almennt 5 daga bata, er fæst
með innspýtingu lyfsins hydrocortison acetat4
og almennt 7-12 daga bata, sem fæst með
Iyfinu methylprednisolon acetat.s
Heimildir:
' Zuckcr, A., et al (1963) »Repository Triamcinolone
'n Allergic Disorders«. Southwestern Medicine.
44.97.
-■ Clinical Reports submitted to Medical Research
Dcpt. Lederle Laboratories.
■' Ramsey, R. H., et al (1961) »Prolonged Anti-
Inflammatory Responses following Intramuscular
Administration of Steroids in Treatment of
Rheumatoid Arthritis.« Arthritis & Rheumatism
4,433.
A Zuckner, J. (1961) »Treatment of Rheumatoid
Arthritis by Intramuscular Triamcinolone
Acetonide and Triamcinolone Diacetate.«
Ann. Rheum. Dis. 20.274.
5- Norcross, B. M. and Winter, J. A. (1961)
»Methylprednisolone Acetate: A Single
Preparation Suitable for both Intra-Articular and
Systemic use.« New York J. Med. 61.552.
LEDERLE LABORATORIES. CYANAMID INTERNATIONAL
Stefán Thorarensen h. /., P. O. BOX 897, Reykjavík
jva jvt