Úrval - 01.12.1961, Side 30
38
ÚR VAL
Þeir höfðu nefnilega ætlazt til
þess, að öldungadeildin, and-
stætt neðri deildinni, yrði vett-
vangur, sem yrði óháður áhrif-
um kjósenda á svipaðan hátt og
brezka lávarðadeildin. Alex-
ander Hamilton sagði, að
lireppapólitík ætti ekki að þekkj-
ast í öldungadeildinni, — þar
ættu aldrei að vakna spurningar
um það: „Hvaða áhrif skyldi
þetta mál hafa á kjósendur .. .
og endurkjör mitt?“
En eins og á öllum löggjafar-
þingum -— barst pólitikin inn
i bandarísku öldungadeildina.
Áður en langt um leið, færðist
hreppapólitíkin i aukana, eink-
um þegar sambandssinnar Nýja-
Englands og fylgjendur Jeffcr-
sons í Virgíníu klofnuðu í hags-
munaflokka engu síður en
stjórnmálaflokka.
Þetta var tími breytinga í
öldungadeildinni í skilningi á
ríkisstjórninni, i þróun tveggja
flokka kerfisins. Hinir sveigjan-
iegu menn, sem gátu fetað hina
síbreytilegu stiga almennings-
álitsins, — það voru menn þess-
ara tíma. En hinn ungi John
Quincy Adams frá Massachusetts
var ekki slíkur maður.
Fáir, ef nokkrir Bandaríkja-
menn, hafa komið i þennan
heim við betri aðstæður en John
Quincy Adams: Hann hafði
frægt nafn, átti bráðgáfaðan föð-
ur, sem stöðugt hlúði að hæfi-
leikum sonar síns, og óvenjulega
konu fyrir móður. í raun og
sannleika var hann fæddur við
þær aðstæður, sem veita mönn-
um hamingjusamt og farsælt lif,
ef undan er skilið það, sem
veitir mönnum hugarfrið. Enda
þótt honum tækist að leysa af
hendi óvenjuleg afrek, var hann
sífellt kvalinn af minnimáttar-
kennd.
John Quincy Adams gegndi
mikilvægari störfum og tók þátt
í örlagaríkari atburðum en
nokkur annar maður í sögu
þjóðarinnar. Hann tók með ein-
hverjum hætti þátt í bandarisku
byltingunni, styrjöldinni 1912 og
undanfara borgarastyrjaldarinn-
ar. Samt sagði hann dapurlega,
er hann stóð á sjötugu og hafði
skarað fram úr sem óvenjudug-
andi utanríkisráðherra, rögg-
samur forseti og afburðaþing-
maður: „Ég minnist þess varla,
að nokkur sá hlutur, sem ég
framkvæmdi, tækist vel.“
Það er ljómi og göfgi yfir
þessum aldna, en óbogna manni,
sem dæmir sjálfan sig miklu
harðar en bitrustu fjendur hans
dæmdu hann, sem hefur til að
bera meiri heilindi en flestir
stjórnmálamenn sögunnar og er
sífellt knúinn djúpri ábyrgðar-