Úrval - 01.12.1961, Page 34
42
ÚR VAL
þykkti að bjóða sig fram, en
tók það fram, að hann mundi
taka stefnu í þinginu óháða
flokkum og stuðningsmönnum
sínum, ef hann næði kosningu.
Á þeim grundvelli var Adams
kosinn með yfirgnæfandi meiri
hluta atkvæða, og þar starfaði
hann til dauðadags og barðist
af alefli gegn þrælahaldinu.
Það hafði mikil áhrif á hinn
hugdjarfa öldungadeildarþing-
manns að vera kjörinn þannig
óháður öllum flokkum og stefn-
um til þess ])ings, er hann 22
árum áður liafði orðið að yfir-
gefa á svo niðuriægjandi hátt.
„Engin kosning eða útnefning
hefur veitt mér svo mikla gleði,“
skrifaði hann í dagbók sína með
stolti. Og enginn hefur eins vel
gegnt opinberum störfum sam-
kvæmt þeirri skoðun á slíkum
störfum, sem hann setti fram
í hinni sömu dagbók, löngu
áður en hann hóf þingmennsku:
„Ég hef mikla löngun til að
helga mig stjórnmálum, en . . .
stjórnmálamaður í þessu landi
verður að vera flokksmaður. Ég
mundi fremur kjósa að vera
maður þjóðarinnar allrar.“
Gróður og auðnir á íslandi.
Hvert skólabarn veit, hve Island er stórt að flatarmáli. Færri
vita deili á gróðri og auðnum. Af 103 þúsundum ferkm eru aðeins
tæp 24 þús. gróður, vötn eru hátt á þriðja þúsund, jöklar nærri
12 þúsund og aðrar auðnir hvorki meira né minna en 64,538. —
Meira en helmingur gróðurlendisins er á láglendi; vötn eru líka
að langmestu leyti á láglendi. Mikinn hluta auðnanna má græða
og gera að nytjalandi, einkum sjálfsagt nærfellt 10 þús. ferkm
auðnir á láglendi. Athyglisvert er, að enda þótt Vestur-Húna-
vatnssýsla sé ein með minnstu sýslunum, er hún að gróðurlend-
inu til fjórða stærsta sýsla landsins.
— Skv. Árbók landbúnaðarins.
★
Stigi lífsins.
Rim i stiga er ekki ætluð til þess að hvila sig á henni, heldur
einungis til að bera fót manns nógu lengi, til þess að hann geti
stigið hinum fætinum hærra. — Thomas Huxley.