Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 49
ENGA HEIMSKU UM HAMINGJUNA
57
a'ð reyna er komin afslöppun.
í stað sparsem'i er komin eyðsla.
í stað þess að lála eitthvað af
sér leiða er komið að vera ham-
ingjusamur.
Og hvaða merking felst svo
í þvi að „skemmta sér“? Það
merkir, — ef litið er til þessara
veslings manna, sem sífellt eru
að eltast við slíkt, —• að gera
eitthvað, sem undir engum
kringumstæðum bindur hug eða
hjarta. Það merkir flótta frá
öllu gagnlegu og nytsömu. Það
merkir stöðuga leit að æsingi
í stað kyrrlátrar hlýju. Það
merkir hrandara í stað rök-
ræðna. Það merkir flótta frá
einveru, íhugun og sjálfrýni. Og
umfram allt merkir það að hafa
hátt, — feiknin öll af hávaða,
því að kyrrðin er óvinur
skemmtunarinnar og þögnin
dauði hennar. Það er ekki hægt
að „skemmta sér“ einn.
Hið eina, sem ég get sagt um
þetta þreytta skemmtanafíkna
fólk, er að þiðja guð að hjálpa
þvi. Þeir, sem ég kenni raun-
verulega í brjósti um, eru börn
hinna skemmtanaóðu, — börn-
in, sem vilja vera ein, drengur-
inn, sem langar til að dreyma
um sjóræningja og geimskip,
stúlkan, sem raular lagleysur
fyrir munni sér og fléttar sveiga
úr fíflaleggjum.
Það líður ekki á löngu, áður
en nútímaforeldrar ræskja fínu
hálsana og spyrja elskulegra
spurninga: Er eitthvað að, elsk-
an? Langar þig ekki að hjóða
einhverjum hingað? Af hverju
ertu nú ekki með hinum krökk-
unum að „skemmta þér“? Það
er ekkert, sem flest okkar óttast
meir, en að hin heittelskuðu,
vítamín-itroðnu, áhyggjulausu
dekurbörn okkar séu ekki með
„hinum“, — hamingjusöm.
Og hamingjusamt barn er að
sjálfsögðu barn, sem „kemur svo
vel saman við krakkana“. Áður
vildum við, að börn okkar
kæmu einhverju til leiðar i líf-
inu; nú viljum við, að aðrir
„séu hrifnir af þeim“.
Og þannig höfum við skapað
nj'ja, heilaga þrenningu: Ham-
ingja, Skemmtun, Yinsældir.
Alltaf kemur það fyrir öðru
hverju, að fólk lialdi af mis-
skilningi, að í aldri mínum búi
vísdómur, og spyrji mig ráða.
Ég veiti venjulega þrjú:
1. Hafðu hugrekki til að vera
þú sjálfur; notaðu gáfur þínar;
auk þú hæfileika þína, liverjir
sem þeir kunna að vera, eins
mikið og þér er framast unnt.
2. Reyndu ekki að vera vin-
sæll.
3. Vertu hófsamur i kröfum
þínum til annarra.
Gæti ég fengið helming pré-
dikunarstóla í landinu eða lielm-