Úrval - 01.12.1961, Side 54
strauma í hinu dularfulla raf-
magnskerfi likamans allt til
duöadags. Rafmagnshleðsla kerf-
isins kemur frá efnablöndum
inni í taugunum (ekki ósvipað,
en óendanlega miklu flóknara
en rafgeymir í bilum), og ósjálf-
ráðu taugarnar hafa þvi engin
einangrunarslíöur. Þess vegna
er hætta á því, að truflun á
kerfinu geti breiðzt út um allan
líkamann.
Hnefaleikari í þungavigt varð
eitt sinn heimsfrægur fyrir högg
í kviðarholið. Skyndilegur þrýst-
ingur á kviöarholið, þar sem er
stöð fyrir ósjálfráðar taugar, er
liggja í allar áttir neðan við
rifheinin líkt og kóngulóarvefur,
getur sett likamsstrauminn úr
jafnvægi og valdið falli. Hitti
rothögg hnefaleikaranna á
kjálkann, lamar það ósjálfráðar
taugar neðst í höfuðkúpunni og
lokar síðan fyrir blóðstrauminn
til heilans stutta stund.
Aðrar hættulegar stöðvar í
taugakerfinu eru djúpt í háls-
inum. Maður nokkur, sem virt-
ist við beztu heilsu, tók allt í
einu aö falla undarlega í yfirlið.
Hann „læknaðist“, þegar menn
uppgötvuðu, að of þröngt skyrtu-
hálsmálið þrengdi að viðkvæmri
taugastöð. Rannsóknir hafa leitt
í ljós, að öll yfirlið stafa af
slcyndilegri röskun á jafnvægi
ósjálfráðu tauganna.
Það varð til ómetanlegs gagns
öllum þeim, er þjást af mörgum
ólæknandi eða áður lífshættu-
legum sjúkdómum, er sú upp-
götvun var gerð, að ósjálfráðu
taugarnar framleiddu sterk efni,
er hefðu hraðaaukandi eða
hraðaminnkandi áhrif á líffær-
in. Nú er farið að framleiða slik
efni á rannsóknarstofum, og
auðvelt er að grípa til þeirra,
ef taugarnar hætta að flytja
nauðsynlegan straum til líffær-
anna. Uppgötvuð hafa verið í
jurtum svonefnd and-ÓTIÍ efni
og framleidd i rannsóknarstof-
um, sem vinna gegn truflandi
áhrifum frá of starfandi, ósjálf-
ráðum taugum. Nú hefur hver
einasti læltnir úrval slíkra lyfja
i tösku sinni að grípa til, ef
mikið liggur við, en tylft nýrra
ÓTIÍ-lyfja, — neostigmín, oxý-
fenóníum, hómatrópín, díbena-
mín, — og mörg önnur, sem
hvert um sig hefur mismun-
andi áhrif á ákveðin líffæri,
hafa nýlega verið framleidd í
töflum, dropum og sem stungu-
lyf.
Nú á tímum hafa ÓTK-lækn-
ingar með þessum merkilegu
lyfjum ásamt ÓTK-svæfingu og
skurðlækningum valdið ger-
breytingum í læknismeðferð.
Dæmi:
Tréflísar, sem lent höfðu i
lithimnu i auga skógarhöggs-