Úrval - 01.12.1961, Side 64
Svo^a eR L\M
Á.SI SKÖARI var allra manna
kyrrlátastur. Ekkert gat rask-
að ró hans. Hvað sem hann
frétti, sagði hann alltaf: „Verra
gat það verið," — þótt öðrum
mundi Þykja stórtíðindi og
hörmungar. Vinur hans vildi
eitt sinn þrautreyna, hversu
Ási þyldi án þess að láta sér
bregða. Hann kom morgun einn
með írafári inn i vinnustofu
Ása og sagði másandi:
— Það er heldur laglegt
með Óla bilstjóra og konuna
hans. Óli var í langferð, en kom
heim i gærkvöld, tveimur dög-
um fyrr en konan bjóst við
honum. En þá var læknirinn
uppi í rúminu hjá konunni.
Ása virtist ekki bregða, svo
að vinurinn hélt áfram:
•— Óli sagði vist ekki mikið,
en tók haglabyssuna sína og
skaut lækninn til bana.
— Verra gat Það verið, sagði
Ási með mestu ró. Ef hann
hefði komið í fyrrakvöld, þá
hefði hann drepið mig.
UNGUR og efnilegur maður
í Reykjavík elskaði unga og
efnilega stúlku og hún hann.
Þetta gat ekki verið betra, ef
ungi maðurinn hefði ekki af
tilviljun komizt að þvi, að unn-
usta hans var hálfsystir hans,
laundóttir föður hans. Hann
varð ekki mönnum sinnandi, og
fann unnustan það glöggt á
framkomu hans við hana, að
hann var gerbreyttur maður.
Foreldrar hans urðu hins sama
vör, og loks tókst móður hans
að ná upp úr honum, hvað ylli
honum sliku hugarangri.
—■ Hún er systir mín, og þess
vegna verður allt að vera búið
okkar í milli, sagði hann.
Móðirin brosti og svaraði
svo:
•—• Þetta gerir ekkert til,
góði. Ég vissi þetta, og ég veit
líka meira. Þú ert ekki sonur
hans pabba þíns heldur!
I DÖNSKUM STlL í lands-
prófi vorið 1961 kom orðið
kerling fyrir nokkrum sinnum.
E'in ungfrúin þýddi þetta alltaf
með danska orðinu „kone“. Síð-
an setti hún svohljóðandi neð-
anmálsklausu á blaðið:
„Ég veit ósköp vel, að kerl-
ing er á dönsku „kælling". En
mér finnst það svo óviðeigandi
að nota Það, að ég setti bara
kone í staðinn.
— Frjáls þjóð.