Úrval - 01.12.1961, Side 67
HVÍ LENDA UNGLINGAR Á GLAPSTIGUM?
75
máls. Börn okkar vaxa upp í
menningu, sem er svo þrungin
kynhvöt, að þess eru engin
dæmi. Iíynhvötin æpir til okkar
frá auglýsingaspjöldum. Kyn-
hvötin selur súpur, tannkrem,
lykteyði, bjór, rafmagnstæki.
Bíóauglýsingar sýna unglinga
liggjandi í grasi.
Hollywood á líka sinn hlut að
máli. Ég átti nýlega leið fram
hjá kvikmyndahúsi í Chicago
um hádegisbil. Þá tók ég eftir
gríðarlangri biðröð, þar sem
mestmegnis voru börn. Og hvað
höfðaði svona gífurlega til barn-
anna? Ja, það var að minnsta
kosti engin barnamynd. Auglýs-
ingarnar sýndu, að þarna var
verið að sýna óhugnanlega
hryllingsmynd, og aukalega var
svo sýnd frönsk „kynbomba“,
sem nýverið hefur verið mikið
i fréttunum sakir skilnaðarmáls
og sjálfsmorðstilraunar.
Er svo nokkur furða, þótt
Bandarikin ali upp nýja kynslóð
ungs fólks, sem herst við hug-
myndir, sem eru langt fyrir
ofan það, er tilfinningaþroski
þess ræður við? Einkenni þessa
nútímasjúkdóms er átakanlega
lýst í eftirfarandi hréfi, sem
mér barst frá skólastúlku í
Louisville: „Kæra Ann Landers.
Ég fer bráðlega i fjórtán ára
bekk. Ég á margar fallegar peys-
ur, en ekki mikið að setja í þær,
ef þú skilur, hvað ég er að fara.
Þekkir þú nokkurn áburð eða
einhverjar æfingar, sem geta
flýtt fyrir slíku?“
Slík bréf gera það að verkum,
að ég fer að velta þvi fyrir mér,
hvers konar foreldra þessi börn
eigi. Sumir hafa stungið upp á,
að ríkisstjórnin ætti að taka
upp strangt eftirlit með bók-
menntum, myndum, kvikmynd-
um og auglýsingum Ekki er ég
því sammála. Ritskoðun getur
verið hættuleg. Slikt getúr orðið
ógnun við frelsi okkar. Auk þess
getur ritskoðun oft haft nákvæm-
lega þveröfug áhrif. Ef kvik-
mynd er bönnuð i Boston, er
eins líklegt, að hún verði sýnd
við metaðsókn annars staðar.
Þegar yfirpóstmeistarinn sagði
um skáldsögu eftir D. H. Lawr-
ence, að hún væri „klámfengin
og ógeðsleg“, troðfylltust allar
bókabúðir landsins.
Það verður óhjákvæmilega að
teljast hlutverk foreldra að
vernda börn sin fyrir saurgandi
hugmyndum og óheilbrigðum
hugsunarhætti. Unglingur, sem
alinn er upp við heilbrigða
dómgreind og gott siðferði, fell-
ur ekki í stafi af hrifningu,
þótt hann sjái mjaðmaskakandi
„söngvara", sem ekkert getur
sungið, eða brjóstastóra kvik-
mynda-„leikkonu“, sem ekkert
getur leikið.