Úrval - 01.12.1961, Qupperneq 75
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
83
um sinn og mæltu eins og einn
frændi minn, sem hafði horft á
eitt skipið farast, sem einkason-
ur hans var á: „Jæja, þá er
Villi minn farinn. Það er bezt
fyrir mig að fara heim til konu
hans og barna Þá er að sinna
því.“
Nokkru fyrir aldamót og upp
úr þeim fjölgaði íbúum Eyrar-
bakka. Ungt kjarnafólk kom úr
sveitunum. Þetta fólk hafði
kynnzt þorpinu á lestum og á
vertíðum og fýsti í margmennið.
Það kom örsnautt, en beit sig
fast, byggði sér kot og hóf hok-
ur, sem að mestu byggðist á
matjurtarækt, sjósókn og upp-
skipunarvinnu hjá verzluninni.
Landið allt var eign tveggja
manna og undir þá að sækja
um alla grasnyt, ef menn lang-
aði að koma sér upp skepnum.
Þegar ég var unglingur áttu
sárafáir húsdýr, enda miðaðist
allt við sjóinn og búðina.
Um sama leyti fóru viðhorf
að breytast. Sjómenn stofnuðu
félag í Reykjavík, og ein deild
þess var stofnuð á Eyrarbakka.
Togarar komu til sögu og skófu
upp hin gömlu mið fyrir utan
brimgarðinn, — búðarvaldið
veslaðist upp vegna breyttra
samgangna. Slíkar breytingar
gerðust í nær öllum sjávarpláss-
um á íslandi á þessum árum,
en ef til vill hvergi eins drama-
tískar og djúpstæðar og í þessu
sjóplássi með hina aldagömlu
erlendu verzlun og einskorðuðu
sjósókn á áraskipum.
Þá var þytur í lofti og órói
í fólki. Það leitaði sér fótfestu
og skimaði eftir forystu. Því
fannst allra veðra von og vildi
búa sig undir það, sem i vænd-
um væri.
Þannig var umhorfs í þorp-
inu, þar sem maðurinn, sem
mér hefur reynzt ógleymanlegur,
lifði og starfaði i fjóra áratugi.
III.
Um eða rétt fyrir 1910 komst
íbúafjöldi á Eyrarbakka í há-
mark. Þá voru þar eitt þúsund
sálir, En upp úr því fór
að fækka. Eins og áður segir,
fjölgaði jjar sífellt frá 1900 og
á næstu árum. Meðal þeirra
kjarnakvista, sem fluttust í þorp-
ið, var ungur, lærður bóndason-
ur og bóndi, 'Bjarni Eggertsson
frá Yaðnesi í Grímsnesi. Hann
fæddist 5. mai árið 1877, sonur
bjónanna Þóru Sigfúsdóttur frá
Skúmstöðum og Eggerts Einars-
sonar, sem þá bjuggu i Vaðnesi.
Bjarni liafði gengið á búnaðar-
skóla og tekið búfræðipróf,
stundað síðan jarðamælingar og
jarðabætur í Árnesýslu, en
kvænzt árið 1903 Hólmfriði
Jónsdóttur hins ríka, Danne-
brogsmanns í Þorlákshöfn. Þau