Úrval - 01.12.1961, Side 79
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
87
staöfesti þá skoðun, aö í raun
og veru hugsaði hann minnst um
sjálfan sig. Hann gat hins vegar
verið eigingjarn, en aðeins í
smámunum, aldrei í þvi, sem
stórt var. Og aldrei ofmetnaðist
hann af neinu.
Ég man vel i spænsku veik-
inni. ffann veiktist ekki, en víð-
ast hvar lágu allir. Bjarni Egg-
ertsson var önnum kafinn.
Hann lagði nótt við dag, og ég
held, að'mér sé óhætt að full-
yrða það, að hann hafi komið
á veikindaheimilin þrisvar á
dag, en eins og áður segir, kom
veikin npp á nær öllum heimil-
um. Yið lágum öll, foreldrar
mínir og systkin. Ég man það,
að oft stundi móðir mín og
sagði: „Ekki kemur Bjarni enn.“
„Bráðum kemur Bjarni.“ — Og
svo allt í einu heyrðist umgang-
ur niðri, hurð opnuð snögglega
og lokað jafnsnögglega, gengið
hratt upp stigann, hleranum
lyft, og andlitið á Bjarna birtist,
kanski ekki hvitþvegið, hvorki
kollur né yfirskegg snyrt, en
ljómandi augun, rómurinn bjart-
ur og bros yfir öllum svipnum.
Og það var eins og við manninn
mælt. öll, sem gátu, risu á oln-
bogann. Hann spurði og spurði,
leitaði að vandræðum og leysti
]>au á einhvern hátt. •—• Og svo
var hann þotinn. Ég minnist
þess einn þessara daga, eftir að
faðir minn, sem varð veikastur
á okkar heimili, var skriðinn
fram úr, að hann horfði út um
austurgluggann, en Bjarni var
nýfarinn. Faðir minn sneri sér
frá glugganum og sagði hlæjandi
þrátt fyrir gráfölva veikind-
anna: „Og þarna þýtur Bjarni
austur á bóginn, klofar yfir alla
grjótgarða, og lappirnar á hon-
um og handleggirnir eru eins
og vængir.“
Ég efast um, að nokkur Eyr-
bekkingur hafi farið eins
snemma á fætur og Bjarni Egg-
ertsson á þessum árum, — og þó
voru þeir yfirleitt árrisulir.
Hann hafði alltaf þá venju að
hátta snemma, en fara svo á
fætur fyrir allar nldir, jafnvel
kl. 2 að nóttu. Hann sagði mér
það sjálfur einu sinni, að á
vorin og sumrin færi hann oft
á fætur rétt eftir miðnætti. Hann
sagði, að þá blundaði náttúran
öll og ekkert þekkti hann dá-
samlegra en vornótt, þegar fugl-
arnir þögnuðu og blóm og grös
virtust taka á sig svolítinn blund,
—• þá kyrrðist allt. Þannig fann
þessi maður til, sem alltaf setti
allt á annan endann, ]mr sem
hann kom, bylti um og brauzt
um fast og vildi fyrir alla muni
koma hreyfingu á alla skapaða
hluti.
Ég hef áður drepið á það, að
Bjarni hafi ekki verið talinn