Úrval - 01.12.1961, Síða 84
92
URVAL
lífeðlisfræðilega mun æxlunar-
starfsemi karla annars vegar og
kvenna hins vegar. Margir lækn-
ar ráðleggja fremur lyf, er gera
karlmenn ófrjóa um stundar-
sakir, en önnur, sem mynda
hormóna, er áhrif hafa á liina
margbrotnu starfsemi i æxlun-
arfærum kvenna.
Fleira kemur og þar til greina,
svo sem það, að konur losna að-
eins við eitt egg á mánuði, en
líkami karlmanna er sífellt að
framleiða ótölulegan fjölda af
sáðlum. Sömuleiðis er það, að
kona getur tekið þungun aðeins
um fárra daga skeið mánaðar-
lega, en fullþroska karlmaður
er fær til getnaðar, hverja
stund, sem vera skal, allan mán-
uðinn.
Enda þótt ekki þurfi nema eina
einustu sæðisfrumu til getnaðar,
fara að jafnaði um 300 milljón-
ir þeirra inn i leggöng konunn-
ar. Þessar örsmáu frumur hafa
flatt, egglaga höfuð og langan
hala og synda þegar áleiðis í
öryggi legsins, þar sem þeim er
ætlað líf í svo sem 72 klukku-
stundir. Þær sveifla halanum
af alefli og geta synt hlutfalls-
lega álíka hratt og röskur sund-
maður, miðað við lengd, eða
einn þumlung á átta mínútum.
Þrátt fyrir atorku sína tekst þó
fæstum sáðlunum að lifa þessa
ferð af, enda svarar hún til
þess, að fullstór karlmaður ætti
að synda þrjár til fjórar mílur
vegar. Aðeins tvær þúsundir af
öllum þessum milljónum komast
inn í leghálsinn, sem liggur til
legsins. Og langtum færri kom-
ast alla leið upp til stokkanna,
þar sem eggin sitja föst.
Gefur þvi auga leið, að það
eru hinir stórfelldu æxlunar-
möguleikar karlkynsins, sem
valda því, að menn hafa allt
frá fyrstu tíð beint getnaðar-
vörnum og tilraunum til þeirra
að sáðlum fremur en eggjum.
Alls konar samsuil úr jurtum,
efnafræðileg rotnunarlyf, inn-
tökur og duft hafa verið notuð
til þess að útrýma sæðisfrum-
unum og þannig að varna getn-
aði. Þá hefur og verið reynt
að koma í veg fyrir getnað með
því að nota ýmsar tilfæringar,
sem varna sáðlunum aðgöngu.
Þó hefur sú orðið raunin á,
að öll þessi tækni hefur reynzl
mannfólkinu rikari að óþægind-
um en ávinningi, ekki sizt vegna
þess, að hún hefur brotið í bága
við liina lífeðlisfræðilegu og
sálrænu hlið lieilbrigðra sam-
fara. Meðal hinna frjósömu,
frumstæðu þjóða, þar sem þörf-
in á getnaðarvörnum ætti að
vera brýnust, hefur skortur á
hæfilegri einangrun og heilsu-
gæzlu gert ofangreindar ráðstaf-
anir með öllu óþarfar.