Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 86
94
Ú R V A L
handa fullorðnum manni, varS
engra illra áhrifa vart.
ÞETTA lyf, sem nefnist día-
mín, var i fyrsta sinni reynt á
mönnum fyrir um þa'ð bil
tveimur árum. Stóðu fyrir þvi
læknarnir Carl G. Heller, Don-
ald J. Moore og G. Alvin Paul-
sen. Fyrst í stað voru það
sjálfboðaliðar úr betrunarhúsi
Óregonfylkis, er tóku inn eina
töflu tvisvar á dag.
Fyrsta hálfa mánuðinn gerðist
ekkert. En er sýnishorn voru
rannsökuð i smásjá milli 14. og
21. dags, komu í ljós bæði heil-
brigðar sáðfrumur og korpnað-
ar. 1 sjöttu viku voru sáðlarnir
miklum mun óvirkari og fór
fækkandi. í tiundu viku var
beinlinis engin sáðfruma finn-
anleg í sæðisvökva sumra sjálf-
boðaliðanna. Tilraunirnar höfðu
sannað það, að efnablandan frá
Sterling-Winthrop gerði karla ó-
frjóa, er hún var gefin inn til
getnaðarvarna.
Væru „dummy“ töflur gefnar
í staðinn, varð engin breyting
á tölu sáðlanna, og er þar með
útilokaður möguleiki til sál-
rænna áhrifa. Eftir að lyfið
hafði verið notað í átta mánuði,
varð þess ekki vart, að það hefði
valdið neinum illum áhrifum í
likama neytenda, nema vera
skyldi smávegis svima á tíma-
bilinu og iðrakvefi með köflum.
En svo góðu sem þessar til-
raunir fanganna virðast lofa,
gáfu þær þó ekki svar við einni
merkilegri spurningu: Ilefðu
töflurnar gert þá ófrjóa, ef þeir
hefðu haft tiðar samfarir, með-
an á tilraununum stóð?
Til að leita þess svars tóku
læknar, læknanemar og iðnfræð-
ingar við sjúkrahús, læknaskóla
og kynsjúkdómastofnanir i
Kaliforniu og New York að taka
töflurnar daglega. Eftir sex
vikna tíma tók sáðlunum að
fækka, og komst tala þeirra fljót-
lega niður i það, sem talið var
lágmark. Fór því fjarri, að
noklcrum þessara manna tækist
að geta barn, meðan þeir tóku
inn Sterling-Winthrop-töflurnar.
En það komu önnur áhrif í
Ijós við þessar framhaldstilraun-
ir, sem ekki voru síður athyglis-
verð. Þeir, sem notuðu töflurn-
ar, urðu mjög veikir, ef þeir
neyttu áfengra drykkja. Fengu
sumir áköf hitaköst og hjartslátt,
en aðrir velgju og uppsölu. Það
kom að minnsta kosti greini-
lega í ljós, að díamínblandan
og áfengi áttu ekki vel saman.
Efnafræðingar við Rensseler-
rannsóknarstofuna eru nú að
reyna að framleiða getnaðar-
vara, sem samþýðist vinanda.
Tvær aðrar tegundir af díamín-
lyfi, sem framleiddar eru í þess-