Úrval - 01.12.1961, Qupperneq 98
106
ÚRVAL
í fyrsta lagi: Hvers vegna van-
treystum við læknar svo mörgtim
þeirra? Þu kannt að hafa hitt
einhvern, sem heimafengið lækn-
isráð virðist hafa gagnað, og
sýnir það ekki, að það sé ein-
hvers virði?
Ekki endilega! — Hér er dæmi
um það hvernig maður einn varð
sannfærður um ágæti mjög
svo ótrúlegrar alþýðulækningar.
Maðurinn þjáðist af króniskum
astma. Nótt eftir nótt sat hann
uppi og átti erfitt um andardrátt.
Þá stakk kunningi upp á því við
konu hans að hún léti hann fá
tólgarbakstur á brjóstið, gerðan
úr tólsarbornu flaueli og pipar
stráð ríkulega yfir. Honum skán-
aði. Þannig fæddist alþýðulækn-
ina. Nú vita allir læknar, að
tólgarbakstrar og pipar er með
öllu gagnslaust við astma. Bati
mannsins var tilviljun, en þó var
trú hans á þessa lækningu ó-
hagganleg.
Maður með vörtu á fæti geng-
ur berfættur um sandfjöru í
Portúgal; nokkru siðar hverfur
vartan. Kemur nokkuð á óvart,
þótt hann telji lækninguna stafa
af göngunni um sandinn?
„Spíra af sannleika“.
En þjóðtrú lætur sér ekki
nægja að fást við lækningar, —
hún tekur einnig til varnarmeð-
ala. Fyrir einum mannsaldri
gekk margur maðurinn með
hestakastaníuhnot i vasanum til
að forðast gigf. Band af rafperl-
um um hálsinn átti að vera vörn
við hálseitlabólgu. Vís læknir,
sem spurður var, hvort þetta
mundi rétt, svaraði hátíðlega:
„Vissulega, ef þér gætið þess
jafnframt að eta joðsalt eða
gnægð af þangi!“
Nokkuð af trúnni á alþýðu-
lækningar hefur í sér fólgna
spíru af sannleika. Dr. Brúnó
Gebard, forstöðumaður heilsu-
fræðisafnsins í Cleveland, hefur
i grein, sem nefnist: Amma hef-
ur ekki alltaf rangt fyrir sér, —
skilgreint trúna á alþýðulækn-
ingar sem samsafn af reynslu
kynslóðanna, sem felur í sér
mikinn vísdóm, sé hún rétt
túlkuð.
Amma var vön að segja, að
börnin ættu að fá umferðarkvill-
ana eins snemma og unnt væri
og vera laus við þá. Hún hafði
að sumu leyti rétt fyrir sér, að
minnsta kosti að því er suma
sjúkdóma varðaði. Auðvitað var
bezt fyrir börnin að sleppa al-
veg við alvarlegri sjúkdómana,
— skarlatssótt, barnaveiki, heila-
himnubólgu, bólusótt og mænu-
sótt. Og út úr mislingum fóru
eldri börn betur en kornbörn.
En amma hafði rétt fyrir sér