Úrval - 01.12.1961, Page 113
SUÐU RNESJAMENN
121
vegar, þá er of langt gengið í
því efni, ef mannúðin og samúð
meS illa stöddum meSbræSrum
dvínar eSa jafnvel hverfur.
HeyrSi ég stundum talaS um,
að þurfalingar hefðu farið grát-
andi frá forráðamönnum hrepps-
nefndanna, svo nærri hefðu þeir
tekið sér þröngsýni og skiln-
ingsleysi þeirra. Sjálfsagt hefur
þetta verið mjög misjafnt og
farið eftir hjartaþeli og skap-
lyndi þeirra, er með völdin fóru
í þessum efnum.
Mikil er breytingin orðin á
landi hér í þessu efni sem
öðrum. Nú er þessu alveg snúið
öfugt við. Nú munu þau dæmi
finnast, að forráðamenn hrepps-
félaga hefðu ástæðu til að gráta
yfir skilningsleysi, heimtufrekju
og hroka þeirra, sem þiggja eiga
hjálpina.
Áður en ég lýk við þetta atr-
iSi, vil ég segja stutta sögu við-
vikjandi erfiðleikum þurfalinga
í gamla daga.
Á heimili einu voru ástæður
þannig, að húsbóndinn, fyrir-
vinna heimilisins, lá veikur í
rúminu af langvarandi sjúkdómi.
Hitt heimilisfólkiS var kona
lians og þrjú börn þeirra; elzt
af þeim var drengur um ferm-
ingaraldur eða máski eitthvað
lítið eitl eldri og tvö systkin
hans, er voru miklu yngri. Eins
og að líkindum lætur, þurfti
þetta heimili að fá hjálp; sendi
konan því stundum áðurnefndan
dreng til hreppsnefndarinnar
til að fá hjálp. Eitt sinn kemur
hann í verzlun í Keflavík með
ávísun á úttekt i reikning
hreppsins. Allar slíkar ávísanir
og beiðnir um vöruúttekt voru
einu nafni nefnd ,,bevís“ í þá
daga. Þegar drengurinn kemur í
búðina er hún þéttskipuð fólki,
er beið eftir afgreiðslu. Meðan
drengurinn biður þar, fer hann
að tala um raunir sínar og erfið-
leika. En meðal þeirra, sem í
búðinni voru, var maður, er var
skáldmæltur, og batt hann saman
í tvær vísúr aðalefni þess, er
drengurinn sagði. Aðalefni
þeirra lýsir vel kjörum þeim, er
þurfalingar áttu við að búa i þá
daga. Þegar þetta skeði, var
Þórður Thoroddsen, héraðs-
læknir í Keflavík, gjaldkeri
hreppsins, en sóknarpresturinn
á lltskálum oddviti.
Vísurnar eru þessar:
Heyrið þér Bartels minn
hérna er blað,
haldið ])ér vilduð líta á það?
Á það er skrifað ýmislegt dót,
Eitt pund af sykri og hálft
pund af rót.
Þetta allt skaffaði hann Þór-
oddsen mér.
Þeir A'ita lítið hvað fátæktin
er.