Úrval - 01.12.1961, Qupperneq 120
128
ÚR VAL
Frá heimabæ Kastners komu
þær fregnir, að tvær fangalestir
væru farnar þaðan. Og hvaðan-
æva bárust fréttir af harðýðgi
og hrottaskap nazista. Hingað
til höfðu þeir látið nægja að
þrengja sjötíu manns inn í hvern
brautarvagn, en nú taldist það
ekki nóg, heldur var hundrað
manna hópi hrúgað inn í hvern
smávagn. Kastner sárbændi
Eichmann að sýna miskunn.
„Þið Gyðingar eruð alltaf að
hrúga niður börnum,“ anzaði
hann háðslega. „Krakkar þurfa
ekki mikið rúm, þess vegna
fjölgum við i hverjum vagni."
Frá slíkum fundum sem þess-
um kom Kastner fölur og titr-
andi. Stundum varð hann að
standa i réttstöðu frammi fyrir
Eichmann allt að þremur klukku-
tímum. Sjálfur var hann vanur
að keðjureykja allan daginn, en
hér þorði hann ekki með nokkru
móti að kveikja í vindlingi, þótt
Eichmann svældi og blési tó-
baksreyk i andlit honum.
Einu sinni stakk Hansí Brand
upp á því, að Kastner skyldi
líka kveikja sér í vindlingi, þeg-
ar Eichmann gerði það. Kastn-
er hætti á þetta, og ekkert gerð-
ist Nokkru siðar vék Eichmann
jafnvel orðum að vindlingahylki
hans, en það var úr silfri. Virt-
ist hugrekki hans hafa nokkur
áhrif á Eichmann, því að loks
kom þar, að hann skipaði fyrir
um, að fyrsta lest Gyðinga, sem
gefið hafði verið frelsi, skyldi
leggja af stað frá 'Búdapest. Að
visu afturkallaði hann þessi
fyrirmæli, þegar Kastner var
gengin út frá honum.
En Kastner hafði samband við
annan nazista, sem gat verið
beinn milliliður milli hans og
Himmlers. Nefndist hann Kurt
Becher og var forstjóri hag-
deildar þriðja ríkisins. Hann
skildi, að Þjóðverjar voru að
bíða ósigur. Kastner reiddi sig
á ótta hans við refsingu banda-
manna og lofaði að bera honum
vel söguna að stríði loknu, ef
.Becher vildi hjálpa til að bjarga
Gyðingum frá bana.
Becher sneri sér tafarlaust til
Himmlers og lét síðan færa
Kastner svofelld skilaboð: „Það
kostar hvern Gyðing eitt þúsund
dollara að komast til Ameríku.
Himmler vill fá jafnmikið fyrir
hvern þeirra, sem sleppt er úr
höndum ÞjóÖverja.“
Kastner bað hann að leyfa
sér að bæta nokkrum hundruð-
um landa sinna við þá 600,
sem þegar hafði fengizt leyfi
fyrir, og taldi auðveldara að
safna peningum til lausnargjalds
en hergögnum. Becher var fús
til að samþykkja það, og smám
saman tókst Kastner að bæta
einu þúsundi manna á listann.