Úrval - 01.12.1961, Page 131
HVERNIG ER Afí VERA LITBLINDUR?
139
stöfum er komið fyrir í mynztr-
inu þannig, að þeir myndi and-
stæðu yið bakgrunninn. Þar eð
styrkleiki allra litanna á spjald-
inu er sem næst jafn, á litblint
fólk erftitt með að finna stafina út
úr þeim litaruglingi, sem mætir
augum þess.
Er iitblinda í raun og veru ó-
læknandi? Er ekki unnt að gera
eitthvaS viS henni eSa draga úr
áhrifum hennar? Nokkrir vís-
indamenn svara þessu aS nokkru
leyti játandi.
Dr. Knight Dunlap viS Kali-
forníuháskóla hafnar þeirri staS-
hæfingu, aS litbiinda hljóti að
vera algerlega ólæknandi, af því
að hún sé ættgeng. Hann bendir
á, að margar „erfðar“ hneigSir
séu aðeins „tilhneigingar“, sem
kristallast vegna áhrifa um-
hverfisins. Ef höfð er viðeigandi
stjórn á áhrifum umhverfisins,
segir læknirinn, má vera, aS
þessar tilhneigingar komi aldrei
fram í dagsljósið.
í lcit aS áhrifaríkri leið til að
hafa stjórn á umhverfi, sneri dr.
Dunlap sér að því augljósasta,
mataræSinu. Hann bætti fæSi
margra litblindra manna meS
50.000 einingum af A-vítamíni
ásamt 2.000 einingum af B. í við-
bót við vítamínin fe-ngu sumir
sjúklinganna sprautur af kópra-
eitri, sem eiturefnið hafði þó ver-
ið tekið úr. í skýrslu sinni um
þessar tilraunir gætti dr. Dunlap
þess að slá ekki föstum neinum
almennum niðurstöðum né vekja
ástæðulausar vonir um, að lækn-
ing væri fundin við litblindu, en
tilfellin, sem hann skýrir frá,
benda til „hægs, en ákveðins
bata.“
Dr. H. Pronlco við Wichita-há-
skóla telur að litsjón fylgi venju-
legum þroska í samræmi við upp-
eldi og menntun. Litblind börn
geta bætt hæfni sína til að lifa í
litaheimi, ef þau fá sérstaka þjálf-
un í litgreiningu á unga aldri.
Lítið er vitað um aðferðir til að
bæta úr litblindu. Mataræði getur
haft áhrif, sérstök þjálflun og
æfing sömuleiðis. En sannleikur-
inn er sá, að almennur áhugi
varðandi litblinduvandamálið
hefur verið lítill vegna þeirrar
föstu fullyrðingar, að ágallinn sé
ættgengur og þe-ss vegna ólækn-
andi. Jákvæðari afstaða hefur of
lengi látið á sér standa.
Fyrsta skrefið, segja sérfræð-
ingar, «r að íræða almenning
um vandamálið og koma því til
leiðar, að öll skólabörn séu lit-
prófuð. Það hefur verið ráðin
bót á öðrum mannlegum ágöllum,
þegar almennur áhugi hefur ver-
ið vakinn á þeim.