Úrval - 01.12.1961, Side 134
142
ÚR VAL
klofning í friðsamlegum til-
gangi — hefir ekki orðið nein-
um öðrum að bana. Enginn
kjarnakljúfur hefur áður sprung-
ið af slysni, þó að margir tugir
hafi verið í notkun.
Atvikin, sem hér er skýrt frá
eftir kjarnorkuráðinu, eiga ekki
að geta valdið ótta, öllu fremur
ættu þau að draga úr honum.
Sprengingin var ekki mikil.
Utan kjarnakljúfs byggingarinn-
ar hafði verið örðugt að taka
eftir henni. Loftþrýstings úti
fyrir varð lítið vart, enda þótt
kjarnakljúfurinn væri ekki í
innmúruðu riimi, eins og slik
tæki eru jafnan i þéttbýlu um-
hverfi. Á byggingunni voru tvö
stór op fyrir loftræstidælur,
stórar innkeyrsludyr og aðrar
minni til að ganga um. En þrátt
fyrir það var geislun mjög lítil
í mílu fjarlægð í vindátt.
Staðbundinn lágorkukljúfur
nr. 1, -— „SL-1“, — var ætlað-
ur sem fyrirmynd að orkustöð
til hernaðarþarfa á— afskekkt-
um stöðum. Hlutana var hægt
að flytja loftleiðis. Stöðin átti
að geta starfað i þrjú ár á upp-
runalegu hleðslunni og fram-
leiða 300 kílóvött auk afgangs-
gufu til að hita uop hús.
Ef hún átti að geta framleitt
næga orku i lok þessara þriggja
ára, varð vélin að fá of mikla
hleðslu í upphafi. Tæknifræð-
ingarnir leystu þann vanda
með því að sjóða málmstengur,
sem innihéldu bór, „kjarnaeit-
ur“, er dregur úr klofnun, sam-
an við úraníumeldsneytið. Eftir
því sem vélin „brenndi“ elds-
neytið, átti hún einnig að
„brenna“ eitrið, svo að nettó-
orkuframleiðslan yrði nokkurn
veginn stöðug.
Kjarnaofninn hafði starfað i
27 mánuði að frádregnum
nokkrum smáhléum til eftirlits
og innsetningar reynslutækja.
Honum hafði verið lokað i
þessu skyni hinn 23. des.
Hermennirnir þrír, sem komu
til starfa kl. 4 siðdegis hinn 3.
jan. áttu að búa allt undir að^
setja hann aftur af stað.
Richard C. Legg, 26 ára, raf-
virki úr flotanum, var yfirmað-
urinn. Hann hafði stundað nám
í kjarnorkuskóla hersins og unn-
ið við SL-1 síðan í okt. 1059.
John A. Byrnes, 22 ára, og Rich-
ard I„ McKinley, 27 ára, höfðu
báðir numið við sama skóla og
höfðu um 15 mánaða reynslu
í þessu starfi.
Eitt af verkum þeirra var að
tengja hemlastengurnar fimm
við vélina. Þegar allir fimm
armarnir eru inn á milli úran-
iumhleðslunnar, hindra þeir
kveilcjuverkun. Þegar þeir-’ eru
dregnir út, getur verkunin haf-
ízt.