Úrval - 01.12.1961, Page 150
158
J)aS er hald manna, að ekki
hafi íbúarnir í öllu landinu
verið fleiri en fjórar þúsundir.
Voru híbýli þeirra lélegir mold-
arlcofar. Þeir klæddust skinnum
og gerðu sér klúr og einföld
ilát. Ekki kunnu þeir aS sjóða
mat sinn. Þeir veiddu fisk meS
stingjum, en villidýr meS kníf-
um og öxum úr steini. Veiðidýr
þeirra voru einkum hirtir, villi-
birnir og fuglar. Húsdýr höfðu
þeir engin og kunnu ekki til
jarðyrkju.
Sérfræðingum ber ekki saman
um það, hvernig steinaldarmenn
hafi farið að því að búa til
vopn sín og verkfæri. Halda
sumir, að þeir hafi flísaS niður
hrafntinnu með hörðum og
hvössum brotum af hjartarhorni,
en aðrir, að þeir hafi sprengt
ÚR VAL
tinnuna með kylfu á stórum
steinum.
„Steinaldarfólkið" á Hjarl-
heiði notar síðarnefndu aðferð-
ina, og foringi þeirra, Simon
Lægaard er orðinn svo leikinn
í listinni, að samkvæmt þvi, er
fundizt hefur í jörðu, hafa hinir
raunverulegu steinaldarmenn
naumast staðið honum á sporði,
að því er sagt er.
Eitt er það, sem þeim félög-
um bar öllum saman um: að
þau hafi öll óblandna ánægju
af þvi að eyða sumrinu viS þaS
starf að hjálpa vísindamönnum
nútímans við hið mikla starf
þeirra að raða saman heildar-
mynd af lifi sem líkustu því,
er menn lifðu í frumbernsku
mannkynsins.
Sjúkraskipið Von.
HEILSUFAR og heilsugæzla eru víða bágborin i suðlægum
löndum, mikill skortur á læknum, almennri hekkingu á meðferð
sjúkra og hreinlæti og sjúkdómavörnum ábóta vant. Fyrir því er
sjúkraskipið Von mikill aufúsugestur, hegar það kemur í hafnir
i Indíalöndum, þar sem það hefur verið á ferð undanfarna mán-
uði. Þetta er 15 þúsund tonna skip með 230 rúma sjúkrahúsi og
rannsóknarstofum fyrir lækna. Lækninga- og hjúkrunarlið þess
er skipað sextíu manns, þar af 35 sérfræðingum, sem koma I
flokkum með vissu millibili og dveljast hver um sig ákveðinn
tíma á skipinu. Samtímis er það þjálfunarstöð fyrir unga lækna.
Almenningur í Bandaríkjunum kostar útgerð og sendingu skips-
ins til Austurlanda með frjálsum framlögum.