Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 154
162
ÚR VAL
að færa nasvænginn á réttan
stað og byggja upp nefgólfið.
Aðrir losa vængbrjóskið frá húð
og slímbúð, til að það falli þeg-
ar í réttar skorður.
Við tvíklofna vör er um
tvennt að ræða, annars vegar
að nota miðhluta vararinnar
til að byggja upp miðsnesið.
Vörin verður þá oft of strengd
og of löng, en nefið lítur allvel
út. Aðrir nota miðhluta varar-
innar í fulla hæð hennar, en
þá verður miðsnesið stutt og
nefið breitt og flatt. Þarna verð-
ur því að velja, en auðveldara
er að laga nef, sem er of stutt,
en vör, sem er of löng.
Að jafnaði munu börn byrja
að mynda orð um 18 mánaða
aldur. Sé gómurinn klofinn,
verður málfarið óskýrt sökum
þess, eð nefkokið stendur alltaf
opið. Það er því ómögulegt að
mynda kokhljóð eða gómhljóð,
því að loftstraumur, sem á að
fara gegnum munninn, fer ó-
hindarður gegnum nefið, og
myndast þvi hið sérkennilega
málfar. Takist aðgerðin vel, þarf
ekki frekari aðgerða við, og
barnið á að geta lært að tala
á eðlilegan hátt.
Sé barnið byrjað að reyna að
tala, áður en skarðinu í gómn-
um er lokað, þarf það að læra
raddbeitingu að nýju. Þá >er
þörf á sérstakri talkennslu og
því fremur sem lengur dregst
að gera við góminn. Skynsöm
og þolinmóð móðir getur hjálp-
að barni mikið, þvi að raun-
veruleg talkennsla nær sjaldn-
ast tilgangi, fyrr en barnið er
6—7 ára gamalt.
Þegar skarðinu i gómnum
hefur verið lokað, er fyrsta
þætti meðferðarinnar lokið, og
meðferð oftast lokið að fullu,
hafi aðeins verið skarð i mjúka
gómnum.
Barnið þarf nú að koma ár-
lega til eftirlits, og er æskileg-
ast, að allir fyrrnefndir sérfræð-
ingar stundi barnið og ráði ráð-
um sínum um framhaldsmeð-
ferð. Jafnóðum þarf að gera
við skemmdar tennur, og um
8 ára aldur, þegar fullorðins-
jaxlar eru vaxnir út, er unnt að
byrja að rétta tennurnar og
tanngarðinn, sé hann skakkur.
Á síðari árum hefur mikið
verið unnið að því að rétta
tanngarða, áður en skörðum í
góm og vör er lokað. Er það
gert með sérstakri spennu, sem
hægt er að festa í góminn þegar
á fyrsta mánuði. Þessi með-
ferð hefur gefið svo góða raun,
að verulegar líkur eru til að hún
verði notuð alls staðar í fram-
tíðinni.
Áður en barnið byrjar i skóla,
þarf að vera búið að ganga
þannig frá útliti þess, að það