Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 156
164
ÚRVAL
þessar má gera á hvaða aldri
sem er, en bezt er að gera þær
á þeim aldri, sem aðlögunar-
hæfileikinn er mestur. Byrja á
talkennslu, þegar er barnið hef-
ur náð sér eftir aðgerðina, helzt
meðan það er á sjúlcrahúsinu,
og halda henni áfram eins lengi
og l'ramför verður greind.
I örfáum tilfeilum getur skarð-
ið í gómnum verið svo vitt eða
gómurinn verið svo skemmdur
eftir misheppnaðar aðgerðir, að
ógerlegt sé að loka nefkokinu á
fullnægjandi hátt. Verður þá að
taka það ráð að fylla skarðið
með loka, ,,obturtor“, sem festur
er á gervigóm eða tennur, en
slíkt er alltaf óyndisúrræði
og ber aldrei svipaðan árangur
og vel heppnuð gómaðgerð.
Um 7 til 8 ára aldur á 2.
stigi meðferðarinnar að vera lok-
ið. Barnið á þá að öðru jöfnu
að geta gengið i skóla og fylgzt
með öðrum börnum og á ekki
að þurfa að verða fyrir aðkasti
vegna mál- eða útlitslýta.
Þó að meðferðin hafi fram að
þessu verið fullnægjandi, koma
oftast fram vaxtartruflanir í
andlitinu og andlitsbeinum, jafn-
óðum og þau stækka. Stafar
þetta af þvi, að einstakir hlutar
andlitsins fylgjast ekki að í
vexti. Efri kjálkinn skarðs meg-
in dregst aftur úr, og sá helm-
ingur andlitsins verður flatari.
Veldur þetta aðallega skekkju á
nefi. Gómaðgerðir virðast einnig,
að minnsta kosti stundum, valda
vaxtartruflunum á harða gómn-
um og tanngarðinum, og hafa
skekkjur þessar tilhneigingu til
að aukast með aldrinum.
Hafi skarð verið tvöfalt og
miðhluti tanngarðsins (praemax-
illan) orðið svo fyrirferðar-
mikil, að þurft hafði að fjar-
lægja liana, verður efri kjálki
stuttur miðað við þann neðri og
efri vör stendur því of aftarlega.
Allt þetta má laga að verulegu
leyti ineð viðeigandi aðgerðum,
og tíðum geta vel gerðir gervi-
gómar hjálpað mikið. Þessar að-
gerðir er þó ekki ráðlegt að
gera, fyrr en beinvexti er að
fullu lokið, á aldrinum frá 16—
18 ára.
Nefið má laga þannig að saga
nefbeinin frá kjálkanum, mjókka
breiðara nefbeinið, losa miðs-
nesið og ef til vill taka stykki
úr því, ef þörf krefur. Má þá
færa nefið í réttar skorður og
halda því þar með umbúðum,
þar til beinin hafa vaxið saman
að nýju.. Byggja má undir nef-
vænginn skarðsmegin með beini
eða brjóski.
Framstæðan neðri kjálka má
laga með því að saga hann
sundur og færa aftur, og mis-
mun á vörum má einnig laga
með því að flytja flipa úr neðri