Úrval - 01.12.1961, Page 161
SPILLA KVIKMYNDIR BARNINU ÞÍNU?
1(59
hygli á hinum fastmótuðu fyrir-
wyndum eða manngerðum kvik-
toyndanna (sbr. kúrekann og
glæpamanninn) og hátterni
Þeirra; og sú spurning vaknar,
hvort þessi fastmótun gefi ekki
ungum áhorfendum í öðrum
löndum ranga hugmynd um
bjóðlíf og siðvenjur.
Greina má fjögur mikilvæg
stig eða tímabil á þroskaférli
unglinga, sem sækja kvikmynda-
hús, en þó ber þess að gæta,
að ekki gildir sama aldurs-
flokk unin um alla og tímabilin
geta verið mismunandi skýrt af-
mörkuð.
Fyrsta tímabil nær til sjö ára
aldurs, liið svokallaða ævintýra-
aldursskeið, þegar barnið lifir
í heimi ímyndunarinnar. Sumir
eru þeirrar skoðunar, að kvik-
myndahús séu enginn staður
fyrir smábörn og eigi börn
yngri en sjö ára því alls ekkert
erindi i bíó nema ef til vill í
fylgd með foreldrum sínum eða
í gæzlu einhvers annars fullorð-
ins. Annað tímabil er frá sjö
til tólf ára aldurs. Þetta er
kallaður „Robinsonsaldurinn“,
þegar veruleikinn er farinn að
hafa áhrif á börnin og þau hafa
mestan áhuga á afrekum og
hetjudáðum.
Þetta tímabil rennur saman
við bið þriðja, kynþroskaskeið-
ið, frá tólf til sextán ára, þegar
persónuleiki barnsins fer að
þroskast og rót kemst á sálar-
lífið. Á þessum aldri eru flest
börn mjög áfjáð i að horfa á
kvikmyndir, enda þótt þeim sé
ljóst, að þær séu ekki raunveru-
leiki, heldur tilbúningur. Barnið
getur nú skilið myndina sem
heild og einnig velt fyrir sér
gerð liennar og boðskap.
Flestir telja að fjórða tíma-
bilið hefjist um sextán eða seytj-
án ára aldur, en um það leyti
eru unglingar í mörgum löndum
taldir fullþroska og því lausir
við takmarkanir kvikmyndaeft-
irlitsins. Kvikmyndaáhugi þess-
ara unglinga beinist einkum að
því að kanna leyndardóma í
heimi hinna fullorðnu, sem bíð-
ur þeirra á næstu grösum.
En aðalumskiptin verða um
tójf eða þrettán ára aldurinn,
og þá fer að bera á vandamál-
um í sambandi við kvikmynd-
irnar. Menn eru yfirleitt sam-
mála um, að unglingar verði
fyrir allt öðrum og ólíkum á-
hrifum af kvikmyndum en hörn.
Kynþroskaaldurinn skapar nýtt
viðhorf til kvikmynda og betri
skilning á þeim; þær hafa sterk-
ari áhrif á imyndunaraflið og
tilfinningalífið, og veldur það
nýjum vandamálum. Það er til
dæmis ekki fyrr en á unglings-
aldrinum, að „stjörnu“-dýrkun-
in hefst fyrir alvöru.