Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 167
175
ÆVINTYRI MEÐ EÐLUM
hvoru ura sig væri gefið þaS,
seni hitt skorti. Hann dáðist að
staðfestu minni við leiklistar-
námið, og til allrar hamingju
fannst honum lika að ég væri
falleg; hann gat setið og horft
á mig með sömu hrifningu í aug-
unum og þegar hann virti fyrir
sér fallegan fálka . ..
Vitanlega hafði ég oft hugleitt
Það að giftast honum, en það
samrýmdist ekki þeim ásetningi
niínum að gerast leikkona. Svo
gerðist það, að vika leið án þess
hann heimsækti mig, og ég gat
ekki á heilli mér tekið. Þegar
hann svo kom, klukkan hálftólf
að nóttu, var það auðséð á hon-
Um að líðan hans hafði ekki
verið betri; bað mig umsvifa-
laust að giftast sér, en var samt
svo miður sín af kvíða, að ég
varð að beita allri minni orð-
snilld til að sannfæra hann um að
það væri alls ekki víst að hjóna-
bandið reyndist svo bölvað — að
minnsta kosti gæti okkur ekki
liðið verr saman, en okkur hefði
liðið þessa viku, sem við sáumst
ekki. Við ræddum þetta fram
og aftur og allt virtist falla i
Ijúfa löð og mig furðaði mest á
því, að við skyldum ekki hafa
gert alvöru úr þessu fyrir löngu.
Örninn kemur til sögunnar.
New Yorlc er dásamlegur
staður fyrir ung, ástfangin hjón.
Allt gekk að óskum. Dan lauk
við handritið að bók sinni,
sendi það til væntanlegs útgef-
anda og nú biðum við þess með
eftirvæntingu að okkur bærist
bréf frá honum,, þar sem hann
færi viðurkenningarorðum um
þetta bókmenntaafrek. En hann
endursendi handritið, og kvaðst
því miður . .. og hið sama gerðu
fimm aðrir útgefendur, sem Dan
sneri sér til.
Dan var ekki mönnum sinn-
andi, enda þótt ég vitnaði í
æviágrip ýmissa heimsfrægra
rithöfunda, sem fyrst í stað
höfðu sætt sömu meðferð af
hálfu heimskra og skammsýnna
útgefenda. Svo sagði hann eitt
sinn upp úr þurru: „.Tule .—-
hvernig litist þér á að skreppa
til Mexikó?"
Ég var að vísu reiðubúin að
ferðast með honum á heims-
enda, í þeirri von að hann
gleymdi þessu með handritið,
en uppástungan kom mér samt
á óvænt. „Hversvegna til Mexi-
kó?“ spurði ég.
Þá sagði hann mér frá stóru
eðlunum, igununum, sem hefð-
ust við þar í fjöllum, en væru i
senn svo fótfráar og grimmar að
erfitt væri að veiða þær. Þess-
vegna hafði honum hugkvæmzt
að fá sér örn og íemja hann
eins og veiðifálka í því skyni,
selja eðlurnar i dýragarða og