Úrval - 01.12.1961, Síða 168
17G
Ú R VA I.
flytja síöan fyrirlestra og sýna
kvikmyndir, sem við tækjum af
veiðunum. Hann hafði að visu
aldrei fengist við að temja örn,
en kvað Lappa temja þá til
veiða — og hann þekkti mann,
sem átti örn og vildi gjarnan
losna við hann. Rödd hans var
þrungin ákefð og hrifningu þeg-
ar hann skýrði mér frá öllum
þessum ráðagerðum; nú fór ég
að kannast við hann aftur, og
ég fullvissaði hann um að það
hefði cinmitt alltaf verið mín
innsta þrá að temja erni til
eðluveiða í Mexíkó.
Við keyptum rúmgóðan og
traustan bíl til ferðarinnar. Svo
fórum við að sækja örninn.
Aldrei hafði mér komið til hug-
ar að sá fugl væri svo risavax-
inn. Hann hafði klær á lengd
við mannsfingur og bogið og
hvasst nef, sem hann virtist
reiðubúinn að beita hvenær sem
færi gæfist. Það tók Dan og
fyrrverandi eiganda hans hálfa
aðra klukkustund að koma hon-
um i pokann, enda þótt Wrigg-
les, kjölturakkinn minn, drægi
athygli hans frá þeim að sér
með urri sinu og gelti. Mér kom
ekki til hugár að þessi grimmi,
gargandi fugl yrði nokkurntíma
taminn.
Ég bjóst við að örninn yrði
hafður í búri, en Dan sagði mér,
að fálkar sem temja skyldi til
veiða, væru aldrei hafðir í
búri, og giltu sömu reglur um
tamningu þeirra og arna. Þar
sem fálkar eru lítið stærri en
dúfur, en þessi örn hafði um
sex feta vænghaf, fannst mér
þetta álika fjarstæðukennt og
ef hann hefði fullyrt að sömu
reglur giltu um tamningu katta
og tígrisdýra. Áður en við tók-
um örninn úr pokanum, skar
Dan göt á hann svo hann gæti
spennt langar ieðurreimar um
lappir hans til að halda í, en
síðan risti ég pokann sundur
með rakvélarblaði. Um leið og
örninn var laus úr umbúðunum,
tók hann að garga og baksa
með vængjunum, en Dan skipaði
mér að færa öll húsgögnin vit
að veggjum, svo hann bryti ekki
vængfjaðrirnar. Ég braut tvo
vasa og fallega postulinsmynd
í þeim sviptingum; þessháttar
getur maður keypt aftur, en
nýjar fjaðrir eru fullt ár að
vaxa.
Loks tókst Dan að fá örninn
til að setjast á hendi sér, eftir
að hann hafði sett upp þykkan
glófa, sem notaður var við fálka-
tamningu. Þar sat hann og
starði illúðlega á hann, og allt
í einu hjó liann til hans; missti
augans og kom lagið á höku
hans og lagaði blóð úr sárinu.
Ég hugðist koma honum til
hjálpar, en hann skipaði mér