Úrval - 01.12.1961, Page 175
ÆVINTÝRI MEÐ EÐLUM
183
fyrir fræðsluerindi og fræðslu-
kvikmyndir. Hann var aö vísu
ekki eins hrifinn af kvikmynd
okkar og við sjálf, en bauðst þó
til að gerast umboðsmaður okk-
ar. Viku síðar hringdi hann og
kvaðst hafa ráðið okkur til að
sýna kvikmyndina í Kolumbia-
háskólanum næstkomandi laug-
ardagslcvöld.
Við Dan ráðgerðum að tala
til skiptis — ég átti að lýsa
ferðalaginu og veiðunum frá
sjónarmiði konunnar, en Dan
að lýsa veiðunum tæknilega og
segja frá tamningu arnarins. í
háskólanum tók einhver for-
stöðumaður á móti okkur og
leiddi okkur gegnum litlar bak-
dyr fram á geysistórt svið, þar
sem við okkur blasti víður á-
heyrendasalur, þéttsetinn fólki.
Porstöðumaðurinn kynnti okkur
með nokkrum velvöldum orðum
og lét okkur svo ein eftir hjá
hljóðnemanum.
Til allrar óhamingju var Dan
gersamlega óvanur því að tala
i hijóðnema, enda sagði það
fljótt til sín — ýmist stóð hann
alltof nærri honum, svo rödd
hans bergmálaði eins og öskur
frá lofti og veggjum, eða alltof
fjarri, svo ekki heyrðu aðrir til
hans en þeir, sem sátu á fremstu
bekkjum. Ég var öllu vanari
tækinu, og fyrst í stað fórst mér
flutningur erindisins mjög vel
úr hendi. En nú var sá galli á,
að ég gat ekki séð á kvikmynda-
tjaldið þaðan, sem ég stóð, og
fyrir bragðið slitnaði frásögn
mín úr tengslum við sýninguna.
Þetta hvort tveggja varð til þess
að við urðum fyrir miklum von-
brigðum — áheyrendurnir og
umboðsmaðurinn ekki síður.
Við snerum okkur því næst til
frú Hazel Muller, sem sá um
erindaflutning og kvikmynda-
sýningar á vegum náttúrufræði-
stofnunarinnar í New York; hún
hafði þá verið viðstödd í Kol-
umbíaháskólanum og kvaðst á-
líta að við hefðum ekki næga
reynslu til að koma fram á þeim
stöðum, sem hún hafði umboð
fyrir, en veitti okkur þó mikil-
væga aðstoð við að lagfæra
kvikmyndina með þvi að klippa
úr henni allt það, er ekki stóðst
ströngustu gagnrýni, og að því
loknu hét hún að reyna okkur.
Nú gekk allt vel. Við breytt-
um erindaflutningi okkar stöð-
ugt til samræmis við viðbrögð
áheyrenda. Brátt komumst við
að raun um að Wriggles, kjöltu-
rakkinn, átti sérstakri hylli að
fagna hjá áhorfendum, og
þvottabirnirnir ekki síður; við
lengdum því þættina, þar sem
hvutti kom fram og loks tókum
við þvottabirnina með okkur á
samkomurnar, jjar sem þeir
vöktu fádæma hrifningu.