Úrval - 01.12.1961, Síða 176
184
ÚIi VAL
Slríðið skall á og Dan var
kallaður í sjóherinn. Yið gáf-
um dýragarði einum báða
þvottabirnina, og Dan skemmti
félögum sínum með þvi að
gleypa sverð og segja þeim
hvernig hann hefði lært það.
Þótti honum merkilegt hve mik-
inn áhuga þeir virtust hafa á
frásögn hans, en þó hafði eng-
inn fengizt til að gefa hana út í
bókarformi. Hann tók sig því
til og samdi alllanga blaðagrein,
sem hann kallaði „Að gleypa
sverð“, og hagaði frásögninni
á sama hátt og þegar hann var
í hópi félaga sinna. Þessi grein
var talsvert keypt og birtist í
fjölda blaða viðsvegar um heim
— meðal annars í Readers Dig-
est. Dan skrifaði þá aðra grein
í sama stíl, „Að éta eld“, og
síðan hverja af annari um svip-
uð töfrabrögð, og var þeim öll-
um tekið með afbrigðum vel.
Þegar stríðinu lauk, reit Dan
bók upp úr þessum greinum
sínum. Það ætlaði ekki að ganga
þrautalaust, en þegar hún kom
út, varð hún metsölubók í
Bandaríkjunum, og skömmu síð-
ar var hún einnig gefin út í
Bretlandi, þar sem hún hlaut
engu lakari viðtökur. Loks birt-
ist hún sem framhaldsfrásögn
í stórblaðinu „Evening Stand-
ard“ og var gefin út i „vasa-
bókaflokki“.
Höfundarlaunin streymdu að
hvaðanæva. Og Dan varð að
orði: „Jæja, Jule, það tókzt þó
að lokum“.
Síðan höfum við víða farið
og kynnzt mörgum villidýrum
— meðal annars til Afríku, og
rcit Dan bók um það ferðalag,
sem einnig varð metsölubók og
valin bezta bók mánaðarins,
þegar hún kom út.
Vestmannaeyingar urðu „varir“.
V estmannaeyingar fengu nýlega í nót áfengiskassa með
Gordongini. Flöskurnar báru ekki merki áfengisverzlunarinnar.
Fleiri bátar hafa fengið flöskur i dragnætur sínar, en ekki heila
kassa. — Sagt er, að margar hendur séu á lofti, þegar þessi
veiði kemur úr sjá. Gordonsbanki er sá staður nefndur, er kass-
inn fannst á, og er hann á siglingaleið út frá KrísuvíkurbjargL
— Dagur.