Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 7

Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 7
ÞRÓUN LÍFSINS OG ÞRÓUN . . . 5 Meira að segja urðu þessi orð spá- mannsins Jeremía að víkja fyrir skoðun Aristótelesar: „Jafnvel storkurinn í loftinu þekkir sínar ákveðnu tíðir, og turtildúfan og svalan og tranan gefa gætur að tíma endurkomu sinnar ... En tæpast er við Aristóteles að sakast, sannleiksleitanda og til- raunamann, þótt eftirkomendur hans hefðu orð hans að opinberun. Ekki koma fram hjá Aristólesi hug- myndir um þróun lífsins. Hann var flokkunarfræðingur, sem kom reglu á niðurskipan lifandi vera og skil- greindi hverja tegund og afmarkaði frá öðrum. Hugmyndir um þróun lífsins voru samt þekktar fyrir daga Aristótelesar. Anaximander (610— um 545 f. Kr.) leitaðist við að skýra skipan lífheimsins sem árangur þró- unar, en kenningar hans hafa haft takmörkuð áhrif á fræðimenn síð- ari tíma. Eftir daga Aristótelesar fluttist miðstöð grískra vísinda frá Aþenu til Alexandríu, borgar Alexanders mikla. Þaðan bárust grísk menn- ingaráhrif til Araba. Með hnignun gríska stórveldisins tóku Rómverjar við menningararf- leifð þeirra í Evrópu. En menning Rómverja var um margt frábrugð- in menningu fyi’irrennaranna í Hellas. Rómverjar voru verkfræð- ingar: smiðir vega, vatnsleiðslna og vígvéla. í ritum margra latneska höfunda, þeirra er klofnir eru til mergjar og krufnir til ablatíva í menntaskólum, er að finna ráð um ræktun jarðar og notkun áburðar. En Rómverjar bættu litlu við kenn- ingakerfi grískra vísinda. Af líf- fræðingum í Rómaríki verða hér aðeins taldir Plinius og Galenos. Plinius eldri dró saman mikinn náttúrufróðleik á fyrstu öld e. Kr. Hann var um margt harla óvísinda- legur og ógagnrýninn skrímslafræð- ingur, sem hafði mikil áhrif á mið- aldafrásagnir um furðuskepnur. Hann fórst í Vesúvíusargosi árið 79. Cládíus Galenos var læknir grískrar ættar, frá Litlu-Asíu, uppi á annarri öld e. Kr., frægastur læknir fornaldar. Lög eða hefðir heimiluðu honum ekki að kryfja lík manna, svo að hann aflaði sér í þess stað líkamsfræðiþekkingar með skurði á líkömum spendýra, eink- um Gíbraltrarapa. Hann var mjög stórvirkur rithöfundur, er dró sam- an þekkingu Grikkja á ýmsum svið- um læknisfræði og líffræði, og bætti árangri eigin tilrauna og athugana. En oft var líffærafræði hans áfátt, þar sem hann hafði ekki aðgang að líkömum manna til athugunar. Rita Galenosar biðu sömu örlög og verka Aristótelesar: hann var tek- inn í tölu höfuðspekinga miðalda í Evrópu, því að kirkjunnar mönnum geðjaðist að heimspeki hans. Galen- os játaði raunar aldrei kristinni trú, en hann var eingyðistrúar, og kenn- ingar hans féllu vel í kreddukerfi miðaldakirkjunnar, þar sem hann var talinn óskeikull sem Aristóteles. Frægastur var Galenos fyrir hug- myndir sínar um blóðrásina. Fyrir daga hans var það skoðun manna, að slagæðar væru fylltar lofti, en blóð væri aðeins I bláæðum. .Svip- aðar skoðanir hafa forfeður vorir hér á landi haft, en í fornum fræð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.