Úrval - 01.06.1968, Page 8

Úrval - 01.06.1968, Page 8
6 ÚRVAL um er getið um „vind í æðum“. Galenos sannaði með beinum at- hugunum, að slagæðarnar eru líka lylltar blóði. En hann taldi, að blóðið færi fram og aftur um æð- arnar, sumt um bláæðar, en nokkur hluti um slagæðar. Raunar var hon- um ljóst, að samgangur er milli slagæðablóðs og bláæðablóðs, en hann taldi þann samgang verða í hjartanu: að skilrúmið milli hægri og vinstri hjartahelmings væri með örsmáum götum og síaðist blóðið þar í gegn. Kenningar hans um blóðrásina voru ríkjandi með Ar- öbum og síðar í Evrópu þar til 14 öldum eftir hans dag. Svo mikil var trú miðaldamanna á speki Galen- osar, að sagt er, að skurðlæknar hafi talið, að blóðrennslið, svo sem þeir sáu það úr sárum •— aðeins í eina átt — væri sjúkleg afleiðing skurðaðgerðarinnar. í heilum æð- um skýldi blóðið renna svo sem Galenos mælti fyrir: fram og aftur. Við hrun Rómaveldis tapaðist Evrópumönnum raunvísindaþekk- ing Grikkja og Rómverja um sinn, en Arabar héldu uppi merki hinna fornu spekinga, geymdu rit þeirra og bættu. við ýmsum athugunum innan efna- og eðlisfræði, stjarn- fræði og stærðfræði. Á tólftu og þrettándu öld kynntust Evrópu- menn vísindum fornaldar á nýjan leik, ér arabískar útgáfur grískra rita voru þýddar á latínu. í fyrstu voru kristnir menningarfrömuðir ekki sáttir við kenningar heiðinna spekinga á borð við Aristóteles, en loks tókst Tómasi af Aquino á þrett- ándu öld að samræma heimspeki Aristótelesar kreddukerfi miðalda- kirkjunnar. Á fimmtándu öld hefst endur- reisnaröld í evrópskri menningu. Þá virðast rnenn orðnir þreyttir á heimildatrú miðalda og hefja nú til virðingar sjálfstæðar athuganir og tilraunir. Um 1500 uppgötvuðu Evrópumenn Ameríku og könnuðu óþekktar slóðir þar og víðar. Þekk- ing á dýrafræði og grasafræði jókst vitanlega gífurlega við landafund- ina, er aragrúi nýrra tegunda dýra og plantna kom fyrir augu vísinda- manna. Fræðimenn endurreisnaraldar gerðu margar uppgötvanir í líffræði og endurskoðuðu ýmsar fornar kenningar. Fjötrar Galenosar fóru nú að losna af líffræðinni. Andreas Vesalius (1514—1564), belgiskur maður, prófessor við háskólann í Padúa, framkvæmdi nákvæma lík- skurði. á mönnum og skráði ágæta líffærafræði, sem út kom árið 1543, sama ár og rit Copernicusar um hreyfingu jarðar um sólu. Svo sem Copernicus bylti heimsmynd stjarnfræðinnar, bylti Vesalius mannsmynd líffærafræðinnar. Nú tóku ýmsir líffærafræðingar og læknar upp sjálfstæðar athuganir og krufningar, en hugmyndir Galenosar um rennsli blóðs fram og aftur um æðarnar voru seiglífar. Athuganir Vesaliusar bentu raun- ar til, að gerð hjartans samsvaraði illa blóðrásarhugmynd Galenosar. Annar vísindamaður, einnig pró- fessor við háskólann í Padúa, Hieronymus Fabricius (1537— 1619), lýsti um 30 árum síðar lok- um í bláæðum og störfum þeirra, en bláæðalokur koma í veg fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.