Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 42
40
ÚRVAL
Áletranir innan í og utan á þess-
um pýramídum hafa gert forn-
leifafræðingum kleift að setja sam-
an stærstu drættina í sögu Kush.
Á fyrri öldum þessa 1000 ára kon-
ungsríkis voru áletranir gerðar með
egypsku myndletri. Seinna meir
var breitt um og skipt yfir á tungu
sem nefnd hefur verið meróíska.
Þessi tunga á það sameiginlegt með
etrúrsku og tungu Mayanna, að
hún hefur aðeins verið ráðin að
litlum hluta og verður kannski aldr-
ei fullráðin.
Þar sem mikið af járnmálmi
finnst í Súdan — t.d. í nágrenni
Meroe — varð Kush brátt stór-
framleiðandi járns. Úrgangshrúg-
ur, sem gætu verið frá smiðjum
þeirra, setja svip sinn á landslagið
hér og þar. Frá Kush breiddist
járnbræðsluþekkingin til Nílar-
negra við Efri-Níl og þaðan vafa-
laust út um alla hina svörtu Afríku.
Á 4. öld féll konungsríkið Kush
í hendur Axum konungsríkisins.
Æfintýramenn frá Arabíu höfðu
stofnsett konungsríki í borg einni
sem Grikkir nefndu Auxoumis og
Rómverjar Axum (nú nefnd Aks-
um), og var í hálöndum norður
Abbessíniu.
Seinna var Kush skipt milli hins
kristna konungsríkis Alwa og rík-
isins Dongola. Þessi ríki stóðust
hinar sífelldu árásir Múhameðs-
trúarmanna þar til á 14. öld. Eftir
það hefur landið tekið upp arab-
íska siði, háttu og tungu.
Fyrir heirr.ssýninguna í Montreal, Expo 67, skipulagði borgarstjórn-
in sérstakt fjöidasamgöngukerfi, E'xpohraðlestina, sem er geysilega
nýtizkuleg. Það má segja, að þar geti að líta sýnishorn at því, sem
framtíðin ber í skauti sínu, því að hraðlestir þessar þarfnast engra
eimreiðarstjóra En sumir farþegarnir urðu svo taugaóstyrkir, þegar
þeir sáu, að það voru engir eimreiðarstjórar i lestinni, að það voru
smiðaðir lit.lir klefar aftasl í síðustu vagnana, og svo voru ráðnir
menntaskólapiltar til Þess að sitja inni í klefum þessum.
Al Morgan.
Þegar allt er í röð og reglu á heimilinu og allt gengur sinn vana-
gang eins og úrverk, þá fer maður ósjálfrátt að bíða eftir því, að það
heyrist í aðvörunarbjöllu.
Lane Olinghouse.
Þegar þú lætur peningana tala fyrir þig, hafa þeir svo hátt, að þeir
yfirgnæfa alit annað, sem þú hefur kannske ætlað þér að segja.
Mignon McLaughlin.
Tízkan er ekkert annað en farsótt, sem breidd hefur verið út að
yfirlögðu ráði.
George Bernard Shaw.