Úrval - 01.06.1968, Síða 74

Úrval - 01.06.1968, Síða 74
72 ÚRVAL skuldir sínar og þær námu 3600 dollurum. Ekki var þetta svo ýkja- stór fjárupphæð, en hann gat ekki komizt yfir hana. Niðurbrotinn maður lagði hann frá sér blýant- inn og teygði sig í símann: „Halló, þetta er Sam. Ég ætla að veðja á .....“ Þegar hann lagði frá sér símann var hann allt að því ham- ingjusamur. í þetta skipti gæti hann unnið. Sam er ástríðufjárhættuspilari. Hann er nú á fimmtugsaldri og undanfarin 25 ár hefur hann veðjað á hvað sem til féll, hesta, íþrótta- keppnir, fótboltagetraunir, og spil. Fyrir hann er alltaf hægt að veðja á eitthvað. Nú er hann skuldum vafinn, konan hans er veik og krakkana vantar föt í skólann. En á þessu augnabliki er Sam ánægð- ur. Hann gengur fram og aftur um herbergið og lítur á símann. Kannski vinnur hann. Hann skal vinna. Hann er heppinn. SEX MILLJÓNIR ÁSTRÍÐUF JÁRHÆTTU SPILARA Álitið er, að í Bandaríkjunum séu um sex milljónir ástríðufjár- hættuspilara og að eyðsla þeirra nemi um 20 billjón dollurum á ári. „Nafnlausir fjárhættuspilarar“ (GA) eru 10 ára gömul samtök, sem hjálpa íjárhættuspilurum við að losna við vanann, að vísu ekki eins fjölmenn og AA-samtökin, en á hverju ári eru ný félög stofnuð á fjölda nýrra staða. Sýkin í fjár- hættuspil fyrirfinnst allsstaðar í þjóðfélagsstiganum. Sumir fjár- hættuspilarar eru ríkir, aðrir fá- tækir. Sam hefur ekki há laun og veðjar því aðeins smáupphæðum. Hálaunamenn geta sankað að sér skuldum, sem nema hundruðum þúsundum dollara. En allir ástríðu- fjárhættuspilarar eiga það sameig- inlegt, sem skilur þá frá þeim hópi manna, sem veðjar eingöngu að gamni sínu, og það er, að þeir hljóta að tapa. Þeir hætta aldrei þegar þeir hafa unnið eitthvað. Hví haga ástríðufjárhættuspilar- ar sér svona? Það eru til mjög fáar bækur og vísindarit um fjárhættu- spilara, allt í allt um 20. Flestir þeirra 20 sálfræðinga, sem hafa gefið út rit um þessi mál, álíta að þessi spilafíkn eigi rót sína að rekja til óleystra vandamála, sem hafa komið upp í bernsku spilarans og í nánu sambandi við foreldra hans eða nánustu ættingja. Sálfræðingarnir taka það sér- staklega fram, að fjárhættuspilar- inn þjáist af mikilli sektarvitund. Hann vill refsa sjálfum sér. Ef hann vinnur um stundarsakir, þá er það aldrei nóg, og þess vegna veðjar hann meiru. Ef hann tapar, verður hann þunglyndur. Þótt fjárhættu- spilarar virðast á yfirborðinu vera ákaflega glaðir og kátir, þá ramba þeir yfirleitt á barmi örvæntingar, sem eykst þegar sjálfsálitið glatast einnig. „Ástríðufj árhættuspilarar veðj a til þess að afstýra hinni yfirvof- andi örvæntingu“, segir Dr. Ralph R. Greenson í Beverlsy Hills. Af- leiðingin verður sú að þetta fólk leitar afþreyingar í glæstum sölum, þar sem fjárhættuspil eru stund- uð. f skáldsögum eru mörg sjálfs- morð framinn á slíkum stöðum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.