Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 75
SÁLARFLÆKJUR FJÁRHÆTTUSPILAR.A
73
I'járhœttuspilarar lifa í sínum ímyndaða heirni, þar getur aðeins
gott eitt gerzt, og gœfan er þeim hliðholl.
Þannig er það einnig í raunveru-
leikanum. Örvita fjárhættuspilarar,
skuldugir upp yfir haus, í stríði við
fjölskyldu sína og jafnvel eiga yf-
ir höfði sér fangelsisdóm, fremja
oft sjálfsmorð.
Félagar „Nafnlausra fjárhættu-
spilara“ sem hafa símaþjónustu all-
an sólarhringinn, heyra oft slíkar
ógnanir. „Ég hef þegar sett annan
fótinn út um gluggann“, sagði einn
þeirra, sem hringdi. „Dokaðu aðeins
við“, sagði sá rólega, sem varð fyr-
ir svörum, „komdu á fundinn til
okkar og ég skal fara með þér til
skuldunautanna, þú þarft ekki að
fara í fangelsi". — Sá sem hringdi,
kom á fundinn þá um kvöldið.
Fjárhættuspilarinn stríðir bæði
við ímyndunarafl sitt og sektartil-
finningu. Dr. Edward E. Harkavy
frá New York segir, að jafnvel þótt
sjúklingar hans hafi læknazt af
spilafíkninni, ríghaldi þeir í ímynd-
anir, sem æsi þá. Meðan ímyndun-
araflið sé læst í undirmeðvitund-
inni, fái hann hvorki fróun né full-
nægingu.
Fjárhættuspilarar gefa sig stund-
um ímynduninni á vald, líkt og
börn, og halda, á sama hátt, að
ekkert illt geti hent þá. Flestir
ástríðufjárhættuspilarar ríghalda í
þessa trú, þótt þeim sé margoft
sannað, að hún hafi ekki við nein
rök að styðjast.
Önnur kynleg hlið á fjárhættu-
spilara er trú hans á örlög og gæfu.
Hann líkir örlögunum við Guð,
hin almáttuga föður æsku sinnar.
Gæfan er í konulíki og er bæði eins
og móðir og dýrlingur. Örlögin eru
sterk, en gæfan er ástúðleg og
verndar hann. Ástríðufjárhættu-
spilarinn ætlar sér að fara á fjör-
urnar við gæfuna ,sigra örlögin og
vinna ekki aðeins bug á andstæð-
ingi sínum, heldur og spilavitinu.
Með þessu finnst honum hann vera
að spila um meira en peninga.
Þótt undarlegt megi virðast get-
ur fjárhættuspilarinn verið rekinn
áfram af duldum hvötum, leitinni
eftir tilgangi í lífinu. Honura finnst
lífið sjálft vera eitt stórt happ-
drætti. Það sé eins að spila fjár-
hættuspil og að bíða eftir hinum
óvæntu örlögum, sem bíða manns
handan við hornið. Það sé tilraun
til að koma röð og reglu á allt rót-
ið umhverfis hann. Örlögin verði
að hlýða óskum hans og gefa hon-
um af gnægð sinni.
Allir ástríðufjárhættuspilarar
hafa sama gallann á hugsanagangi
sínum, fjölskyldumaðurinn jafnt
sem einstaklingurinn, konan jafnt
sem maðurinn, hinn ríki jafn sem
hinn fátæki. „Ég hélt, að ég væri
sniðugri en allir hinir", segir
Henry P., fjárhættuspilari, sem er
hættur að spila, en var næstum því
búinn að leggja arðvænlegt kjóla-
fyrirtæki í rúst áður en hann hætti.
„ÉG VAR ALLTAF
SKULDUM VAFINN"
Saga Henrys leiðir margt í ljós.
Hestaveðmál varð hans fyrsta ást,
þegar hann var 15 ára, en áður var