Úrval - 01.06.1968, Qupperneq 75

Úrval - 01.06.1968, Qupperneq 75
SÁLARFLÆKJUR FJÁRHÆTTUSPILAR.A 73 I'járhœttuspilarar lifa í sínum ímyndaða heirni, þar getur aðeins gott eitt gerzt, og gœfan er þeim hliðholl. Þannig er það einnig í raunveru- leikanum. Örvita fjárhættuspilarar, skuldugir upp yfir haus, í stríði við fjölskyldu sína og jafnvel eiga yf- ir höfði sér fangelsisdóm, fremja oft sjálfsmorð. Félagar „Nafnlausra fjárhættu- spilara“ sem hafa símaþjónustu all- an sólarhringinn, heyra oft slíkar ógnanir. „Ég hef þegar sett annan fótinn út um gluggann“, sagði einn þeirra, sem hringdi. „Dokaðu aðeins við“, sagði sá rólega, sem varð fyr- ir svörum, „komdu á fundinn til okkar og ég skal fara með þér til skuldunautanna, þú þarft ekki að fara í fangelsi". — Sá sem hringdi, kom á fundinn þá um kvöldið. Fjárhættuspilarinn stríðir bæði við ímyndunarafl sitt og sektartil- finningu. Dr. Edward E. Harkavy frá New York segir, að jafnvel þótt sjúklingar hans hafi læknazt af spilafíkninni, ríghaldi þeir í ímynd- anir, sem æsi þá. Meðan ímyndun- araflið sé læst í undirmeðvitund- inni, fái hann hvorki fróun né full- nægingu. Fjárhættuspilarar gefa sig stund- um ímynduninni á vald, líkt og börn, og halda, á sama hátt, að ekkert illt geti hent þá. Flestir ástríðufjárhættuspilarar ríghalda í þessa trú, þótt þeim sé margoft sannað, að hún hafi ekki við nein rök að styðjast. Önnur kynleg hlið á fjárhættu- spilara er trú hans á örlög og gæfu. Hann líkir örlögunum við Guð, hin almáttuga föður æsku sinnar. Gæfan er í konulíki og er bæði eins og móðir og dýrlingur. Örlögin eru sterk, en gæfan er ástúðleg og verndar hann. Ástríðufjárhættu- spilarinn ætlar sér að fara á fjör- urnar við gæfuna ,sigra örlögin og vinna ekki aðeins bug á andstæð- ingi sínum, heldur og spilavitinu. Með þessu finnst honum hann vera að spila um meira en peninga. Þótt undarlegt megi virðast get- ur fjárhættuspilarinn verið rekinn áfram af duldum hvötum, leitinni eftir tilgangi í lífinu. Honura finnst lífið sjálft vera eitt stórt happ- drætti. Það sé eins að spila fjár- hættuspil og að bíða eftir hinum óvæntu örlögum, sem bíða manns handan við hornið. Það sé tilraun til að koma röð og reglu á allt rót- ið umhverfis hann. Örlögin verði að hlýða óskum hans og gefa hon- um af gnægð sinni. Allir ástríðufjárhættuspilarar hafa sama gallann á hugsanagangi sínum, fjölskyldumaðurinn jafnt sem einstaklingurinn, konan jafnt sem maðurinn, hinn ríki jafn sem hinn fátæki. „Ég hélt, að ég væri sniðugri en allir hinir", segir Henry P., fjárhættuspilari, sem er hættur að spila, en var næstum því búinn að leggja arðvænlegt kjóla- fyrirtæki í rúst áður en hann hætti. „ÉG VAR ALLTAF SKULDUM VAFINN" Saga Henrys leiðir margt í ljós. Hestaveðmál varð hans fyrsta ást, þegar hann var 15 ára, en áður var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.