Úrval - 01.06.1968, Page 110
108
ÚRVAL
Mendes reiddist. „Ég er ennþá
aðalræðismaður. Ég er yfirmaður
yðar, enn sem komið er.“
Og jafnskjótt gekk hann að borð-
inu og tók stimplana, sem vegabréf-
in voru stimpluð með, saman. Eng-
inn hafði á löglegan hátt getað
hindrað hann, ekki heldur lögreglu-
þjónarnir tveir, sem komnir voru
til að færa hann heim til Portú-
gals.
„Segið þessu fólki að koma hing-
að í skrifstofuna, því ég ætla að
láta það fá vegabréf. Vegabréfin
voru öll eins, þau voru einföld,
pappírsörk með stimpli skrifstof-
unnar, svohljóðandi áletrun: „Stjórn
Portúgals biður stjórn Spánar vin-
samlegast að leyfa handhafa þessa
vegabréfs að fara frjáls leiðar sinn-
ar um Spán. Hann er flóttamaður
frá ófriði í Evrópu og för hans er
heitið til Portúgal."
Allt sem eftir var dagsins fór til
þess að gefa út vegabréf. Daginn
eftir héldu þeir áfram för sinni,
Mendes og lögregluþjónarnir tveir.
En þegar þeir komu til Hendaye á
landamærum Spánar, brá Mendes í
brún: Stjórn Spánar hafði þá lokað
landamærunum, og fékk enginn
flóttamaður að fara þar í gegn. Allt
virtist unnið fyrir gýg.
Mendes gekk þangað sem flótta-
mennirnir stóðu: Fylgið mér,“ sagði
hann. Mendes bjóst við að spænsk
yfirvöld mundu leyfa flóttamönn-
unum að fara þarna í gegn, og síðan
yrði enginn farartálmi á leið þeirra.
Hann hafði rétt fyrir sér. Á leið
til næstu borgar hittu þeir engan
lögregluþjón, sem vissi neitt um
þetta. Mendes sýndi þeim skilríki
sín. Fólkið fékk að fara leiðar sinn-
ar. Þá var þetta farsællega til lykta
leitt, en Mendes átti eitt eftir: að
svara til saka hjá yfirboðurum sín-
um í Lissabon.
Hann fékk áheyrn hjá stjórninni
og tókst að neyða hana til að breyta
um afstöðu gagnvart flóttamönnum,
enda sluppu þeir flestir, sem komn-
ir voru og margir fleiri. En honum
var vikið úr embætti fyrir að neita
að hlýðnast fyrirskipunum land-
stjórnar sinnar.
Hann gerði tilraun til að reka
réttar síns, en það tókst ekki. Þá
stóð hann uppi með barnahóp sinn,
14 að tölu, eigna-og tekjulaus. Fjöl-
skyldan missti heimili sitt, og börn-
in fluttu úr landi. Mörg af þeim
eru nú í Bandaríkjunum.
Öll fjölskyldan fór út til þess að snæða kvöldverð á veitingahúsi.
Við pöntuðum humarhala, og voru þeir bornir fram í „skelinni". Son-
ur okkar, sem er 5 ára, át eins og hann gat í sig látið, en sagði
svo að lokum biðjandi rómi: „Verð ég að ljúka við „dinosaurinn" minn?“
(dinosaur: fornaidareðla, þýð.).
Teády Rie Mitchell.