Úrval - 01.06.1968, Síða 114
112
ÚRVAL
stað með björgun áhafnarinnar af
S-5. Þessi kafbátur hafði stungið
sér undan Mayhöfða og tundur-
skeytarúmið hafði ekki lokazt. Á-
höfnin komst afturí bátinn og með
því að losa sig við alla kjölfestu,
lyftist báturinn svo, að afturendinn
kom upp úr sjó. Þeir gátu síðan
borað gat á skipskrokkinn og stung-
ið spýtu með hvítri skyrtu þar út
um. Sænskt kaupfar varð þessa vart
og gerði aðvart og björgunarskip
kom á vettvang og skar stærra gat
cg náði þar út um öllum mann-
skapnum.
Momsen sjálfur hafði eitt sinn
lent sjálfur í því að sökkva gegn
vilja sínum á kafbáti, sem hann
stjórnaði, 0-15. Hann hafði stungið
sér lóðrétt niður fyrir fullum vél-
arkrafti, en þegar hann ætlaði að
rétta bátinn af, bilaði jafnvægis-
stýrið að framan og kafbáturinn
hélt áfram niður. Vélarnar voru
látnar vinna afturá, eins og orka
þeirra leyfði, en það var um sein-
an og kafbáturinn stöðvaðist og sat
fastur í leðjunni. Momsen greip þá
til ráðs, sem kalla mætti snjall-
ræði. Hann gat opnað tundur-
skeytaopin, og byrjaði að skjóta
tundurskeytunum. Við fjórða tund-
urskeytið sém hann skaut tók bát-
urinn að hristast, og það losnaði
um hann og við fjórða skeytið losn-
aði hann alveg og flaut upp.
Þessi tvö slys fengu þannig góð-
an enda, en það var fátítt. Dæmi-
gert fyrir það, sem algengast var, er
sagan af S-51. Þessi kafbátur hafði
verið á ferð út af Klettaeyjunni,
þegar farþegaskipið Rómaborg,
keyrði á hann og fletti honum opn-
um. Það var Momsen sjálfur á kaf-
bátnum S-l, sem varsysturskipS-51,
sem fyrstur varð var við olíubrák-
ina frá S-51 og síðan loftbólurnar
sem bárust upp á yfirborðið frá
botni, en dýpið var 131 fet. Skips-
höfnin um borð í S-1 starði skelf-
ingulostin á olíubrákina og loftból-
urnar, þeir vissu allir að eitthvað
hræðilegt hlaut að hafa komið fyr-
ir, og þeir vissu líka, að þeim voru
engin ráð kunn til björgunar, enda
þótt þeir væru á staðnum.
S-51 náðist að vísu síðar upp,
en svipurinn á mörgum líkanna lýsti
hræðilegum dauðdaga. Andlitin
voru afmynduð og hendurnar skað-
skemmdar eftir tilraunir til að rífa
sig með einhverjum hætti út úr
stálferlíkinu. Þessi örlög S-51 urðu
til þess, að Momsen ákvað að helga
sig því starfi að vinna að nýjum
aðferðum við að bjarga mönnum
úr kafbátum. Hann vann ósleitilega,
en margir urðu til að efast um á-
gæti hugmynda hans og skopuðust
að honum og spurðu, hvort hann
héldi að hann væri Jules Verne.
En Momsen hélt ótrauður áfram til-
raunum sínum og teiknaði ný tæki
við köfun, neyðarlúgur, gervilungu
og þess háttar. Enn sem komið var
hafði ekkert af tækjum hans verið
notað við raunverulega björgun, en
flotaforingjarnir vissu, að kæmieitt-
hvað fyrir kafbát, þá var til maður,
sem hét Momsen og þessi maður
vissi manna bezt til hvaða ráða
væri helzt að grípa, og víkur nú
sögunni aftur til mannanna, sem í
nauðum eru á hafsbotni.