Úrval - 01.06.1968, Síða 122

Úrval - 01.06.1968, Síða 122
120 ÚRVAL til að stjórna þeim björgunaraðgerð- um, og fób hann flugleiðina til Portsmouth. Penacook hafði margdregið yfir staðinn, sem Squalus var talinn liggja á, en einskis orðið var, en þá var það, að raketta flaug upp í kjölfar dráttarbátsins. Hann sneri við og dró enn yfir staðinn. Niðri í Squalus þj^ði kuldinn helzt mennina og svo hin tauga- slítandi bið eftir óvissri björgun. Þeir sátu flestir í hnipri bæði til að hlýja sér þannig og eins til að spara loft. Allir voru mennirnir með Momsen lungu en Naquin kapteinn ákvað að grípa ekki til þeirra fyrr en í ýtrustu nauðsyn. Sjávarkuld- inn var svo mikill, um frostmark, að tvísýnt var að mennirnir lifðu hann af, ef þeir reyndu að bjarg- ast upp með því að nota gervi- lungun. Kapteinninn treysti á björgunarklefa Momsens, þegar að því kæmi að reyna björgun. Við útöndun mannanna, myndað- ist vitaskuld kolsýrumettað loft og þá var dreift á gólfið efni, sem saug í sig kolsýruna. Kapteinninn hafði einnig nokkrar birgðir af súrefni, sem hann deildi út, þegar honum þótti nauðsyn til þess bera. Af ráð- um hug hélt hann loftinu all-kol- sýrumettuðu, því að það gerði mennina sljórri og dró mátt úr þeim. Þeir hreyfðu sig þá minna og tíminn leið fyrr. Þegar mennirnir höfðu heyrt skrúfuhljóðið frá Penacook, hafði von þeirra um björgun aukizt, en þegar þeir heyrðu að skipið fór að sigla fram og aftur yfir þeim, skyldu þeir strax hvað skeð hafði, Um hádegisleytið var úthlutað dá- litlum matarskammti, og síðan aft- ur, þegar átta klukkustundir voru liðnar frá því að Squalus hafði sokkið til botns. Þessi matar- skammtur saman stóð af baunum, tómötum og ananas. Mennirnir höfðu ekki lyst á neinu nema an- anas, Um 5 leytið heyrðu þeir skrúfuhljóð í öðru skipi og var það sérstaklega kraftmikið. Skömmu síðar heyrðu þeir einnig í sérstöku tæki, einskonar neðansjávartalstöð, að skipið með hina öflugu skrúfu var dráttarbáturinn Wandank og hann spurði frétta. Tveir af áhöfninni voru sendir uppí turninn til að morsa svar á veggi hans. Þeir rifu burt á kafla korkklæðninguna innan á veggjun- um og hömruðu síðan merki sín á bert stálið með litlum hamri. Högg- in ætluðu að æra þá um borð í kaf- bátnum, en myndu þau heyrast upp á yfirborðið? Ekkert svar heyrð- ist frá Wandank. Þeir sendu upp eldflaug frá Squalus en það heyrð- ist ekkert að heldur frá skipunum að ofan. Kl. 6.04 heyrðist aftur kall frá Wandank, þar sem hann spurði, hvort Squalus heyrði til sín. Þeir í turninum hömruðu svarið: — Já . . en fengu ekkert svar um hæl og leið þannig kortér og mennirnir um borð voru farnir að efast um, að þeim tækist að koma frá sér boð- um með þessum merkjasendingum. En það kom, að því að Wandank svaraði og þá með spurningu: - Hvers margir menn eru í hólf- um, sem ekkert vatn er í? Lekur inn til ykkar? Naquin kapteinn lagði merkja-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.