Úrval - 01.06.1968, Síða 125

Úrval - 01.06.1968, Síða 125
SQUALUS ER SOKKINN 123 heldur fest hann í bakborðsstrengj - unum, sem hafðir voru í stað lunn- ingar og rétt hjá lúgunni, sem bjarga þurfti mönnunum upp um. Nú var strengurinn, sem renna átti klefanum niður eftir látinn síga nið- ur til Martins. Hann missti af end- anum í fyrstu en náði honum í næstu atrennu og festi hann við lúguna. Kl. 10.30. Martin hafði eytt 22 mínútum á hafsbotni. Það tók 45 mínútur að draga hann upp og nokkrum mínútum síðar var björg- unarklefinn látinn síga í sjó. Þeir sem mönnuðu klefann voru tveir kafbátaliðar, Mihalowski og Har- man, Nú átti það að ske í fyrsta sinn í sögunni, að þeim sem lifað höfðu að sökkva á hafsbotn með kafbáti væri bjargað og dýpið var 243 fet eða rúmir 80 metrar. Björg- unarklefinn hafði aldrei verið reyndur á slíku dýpi. Vélarspilið í klefanum byrjaði að vinda uppá sig vírnum, sem lá nið- ur í Squalus og klefinn seig sífellt dýpra og dýpra. Naquin hafði fengið boð um að björgunarklefinn væri á leiðinni, og myndi taka með sér upp sjö menn. Hann skipaði Nichols liðsforingja að fara ásamt sex öðrum. Hann valdi Nichols, af því að hann vildi hafa öruggan foringja uppi til að gefa upplýsingar um aðstæður um borð, sem gætu komið björgunarmönnun- um að haldi. Ferð björgunarklefans niður tók 15 mínútur. Mihalowski tilkynnti: Sjáum kafbátinn .... Nokkrum mínútum síðar settist björgunarklefinn á lúguna, og klefa- mennirnir treystu samskeytin með boltunum. Momsen gat heyrt upp, þegar lúguhlerinn í klefanum féll upp að veggnum og þegar hann heyrði þennan skell, fannst honum feginshrollur fara um sig, sagði hann síðar, Uppfinningamaðurinn var að lifa uppfyllingu draums síns. Mihalowski sá óglöggt hin fölu andlit niðri í myrkrinu, þegar hann horfði niður um lúguna niður í kaf- bátinn. Það hrópaði enginn, fagnaði enginn, sjálfum var Mihalowski tregt um mál. ,,Jæia,“ sagði hann loks,“ við er- um komnir. Sg læt síga hér niður til ykkar súpukrukku, brauð og kaffi,“ „Hverskonar mannasiðir eru þetta, að senda ekki munnþurrkur, heyrði hann einhvern tauta. Þeir félagar í björgunarklefanum híálpuðu nú mönnunum sjö, einum eftir annan upp í klefann og kl. 12.56 e.h. tilkynnti Harman: „Höfum lokað lúgunum. Tilbúnir til að fara upp." Björgunarklefinn reis hægt en jafnt úr djúpunum, og spilið vatt ofan af sér vírinn, sem það hafði áður undið upp á sig. Margar flug- vélar voru á sveimi yfir staðnum með fréttamenn. Klefanum skaut úr kafi eins og fimm metrum frá Falcon. Það voru færðir í hann krókstjak- ar og hann dreginn að síðunni. Tveir stukku út á hann og opnuðu lúguna að ofan. Þegar fyrsti maðurinn rak höfuðið upp um lúguna, gall við fagnaðaróp frá öllum skipunum, sem þarna voru saman komin. Glaðastur allra glaðra í hjarta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.