Úrval - 01.06.1971, Síða 21

Úrval - 01.06.1971, Síða 21
STÓRVENGLEGT AFREK í FJALLGÖNGU 19 næstum lárétta stefnu með því að reka hvern hælinn á fætur öðrum í sprunguna beint fyrir ofan sig. Hann var orðinn alveg úttaugaður um nónleytið. Og svo eyddi hann þrem tímum í viðbót í að klifra al- veg að enda kaðalsins. Nú var næst- um komið myrkur. en ég vildi kom- ast upp til Warrens, svo að ég lagði af stað upp eftir kaðlinum og los- aði jafnóðum festingarhælana úr sprungunum á leið minni. Nú vorum við komnir það hátt, að við gátum ekki snúið við niður á jafnsléttu, þótt við kynnum að æskja þess. Við vorum með nokkra kaðla meðferðis, sem voru samtals 600 fet á lengd. Meðan við vorum aðeins komnir í 600 feta hæð, hefð- um við enn getað komizt aftur nið- ur á jafnsléttu með því að binda alla kaðlana saman. En nú gátum við það ekki lengur, því að nú vor- um við komnir í 750 feta hæð. 30. október. Við komumst 150 feta leið .í gær upp eftir sléttum, sprungulausum vegg, og erum við nú í 900 feta hæð. Warren lenti í vandræðum vegna þröngrar sprungu, sem sífellt molnaði úr, þegar hælar voru reknir í hana. Hún var svo grunn, að hann gat varla rekið hælana í hana. í hvert skipti sem hann kom hæl í hana, festi hann kaðalinn við hælinn með álsme'lliklemmu. Ef hællinn losnaði og Warren hrapaði, þá mundi kað- allinn, sem lá í gegnum lægri hæl- ana, þannig hindra það, að hann hrapaði langt. Ég var að lesa teiknisögur í dag- blaði, þegar ég heyrði lágt hljóð uppi yfir höfði mér. Warren hróp- aði upp yfir sig og hrapaði fram hjá mér. Fyrst hafði einn hæll losn- að og síðan sjö þar á eftir. En átt- undi hællinn hélt. Hann hrapaði 50 fet eða allt niður að þeim stað, sem við höfðum lagt af stað frá um morguninn. Hann var ómeiddur, en það tók hann langan tíma að klifra aftur upp að þeim stað, sem hann hafði hrapað úr. Hann var ekki kominn þangað fyrr en um myrkur. 31. október. Okkur miðaði enn óskaplega hægt áfram, vegna þess að sprungan var svo þröng og það molaði sífellt úr henni. Nú vorum við komnir 1 1050 feta hæð eða um rúman þriðjung allrar leiðarinnar upp á hamrabrúnina. 1. nóvember. Við komum nú að risavaxna, slétta og sprungulausa kaflanum, sem við höfðum séð á myndunum. Eini möguleikinn á að klifra þarna var fólginn í því að bora holur í bergið og festa állog- suðunöglum í þær. Við komumst 150 feta leið þennan dag. Ég gat nú séð syllu um 8 fetum fyrir ofan mig, fyrstu sylluna, sem hafði orðið á vegi okkar í 10 daga klifurferð. En hún var jafnvel of lítil fyrir annan okkar að leggjast á. Við urðum því að eyða annarri nótt í hengirúmun- um. Og næsta dag urðum við enn að nota borana og þann dag höfð- um við aðeins komizt 60 feta leið í rökkurbyrjun. 3. nóvember. Warren klifraði beint út á hlið í algerlega láléttri stefnu allan daginn og komst að enda kaðalsins í rökkurbyrjun. Ég fylgdi á eftir honum og varð að klifra nokkrar klukkustundir í myrkri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.