Úrval - 01.06.1971, Síða 64

Úrval - 01.06.1971, Síða 64
62 ÚRVAL þyngrí og miklu luralegri. Hann er á ferli að nóttu til og treystir þá miklu frekar á myrkrið, lævísina og góða felustaði en hraðann. Hann reynir að komast sem allra næst bráðinni, áður en hann ræðst á hana. Hin grannvaxna cheetahn er aftur á móti dýr dagsins. Hún er mest á ferli rétt eftir dögun, með- an enn er svalt, og svo rétt fyrir rökkur. Hún kann bezt við auð, op- in svæði, þar sem sjá má langar leiðir. Sjón hennar er mjög hvöss líkt og annarra dýra af kattaætt- inni, þannig að hún getur séð vel- dulbúna bráð í órafjarlægð. Cheetahn er af kattaættinni í líf- fræðilegum skilningi, en samt er hún að ýmsu leyti ólík dýrum kattaættarinnar. Hún hefur langa fætur með grönnum beinum, líkt og hundurinn. Höfuð hennar er of lítið í samanburði við skrokkinn, og kjálkarnir og tennurnar eru einnig hlutfallslega of lítil. Hún á jafnvel oft fremur erfitt með að klifra í trjám, en það eiga dýr af kattaættinni aftur á móti mjög auð- velt með. í Nairobiþjóðgarðinum sáum við unga cheetuhn klifra upp eftir akasíutré. Það var mikill leik- ur í henni. Hún komst um hálfa leið upp að neðstu greinunum. En þá misstu klærnar takið. Hún sleppti því samt ekki alveg. Og þannig rann hún klaufalega alveg til jarðar. Klær cheetuhnnar eru þannig gerðar, að hún getur ekki dregið þær inn til fulls, og því verða þær bitlitlar. Cheetahn hefur einn alvarlegan galla þrátt fyrir sinn geysilega hraða og viðbragðsflýti. Hún er ekki þolin. Hún er eingöngu sprett- hlaupari. Hún verður að hægja á sér, ef eltingarleikurinn reynist það langur, að hún verði að hlaupa lengra en tæpa 300 metra. Eitt sinn virtum við fyrir okkur slíkan elt- ingarleik, er cheetahn elti ungt im- paladýr (af hjartarættinni). Cheet- ahn var of óþolinmóð og byrjaði of fljótt að hlaupa eins hratt og hún gat með nokkru móti komizt. Löng rófan sveiflaðist til, er hún tók beygjurnar. En svo dró skyndilega úr hraða hennar, rétt áður en hún komst í árásarfæri. Hún hægði snögglega mjög mikið á sér. Og brátt var hún farin að ganga, og svo hneig hún til jarðar á næsta augnabliki og lá þar líkt og ör- magna. Hún gekk upp og niður af mæði og horfði hjálparvana á eftir impaladýrinu, er það hljóp út í buskann. Cheetahn virðist gera sér mjög góða grein fyrir því, að hana skort- ir afl og grimmd sinna stóru frænda af kattaættinni. Langoftast ræðst hún aðeins á minni antilopurnar og drepur þær skjótt og hreinlega. Það heyrir til undantekninga, að hún ráðist gegn stærri dýrum. Og það er í fullu samræmi við skapgerð- areiginleika hennar, að þegar hún reynir að öskra, þá heyrist hljóð, sem líkist miklu fremur „mjálmi“. Þegar henni líður mjög vel, tístir hún jafnvel stundum eins og fugl. Fjölskyldulíf cheetuhnnar er yf- irleitt rólegt og viðburðalítið. Þeg- ar kvendýrið vill eðla sig, þá geta nokkur karldýr leitað eftir ástum hennar án þess að um nokkra sam- keppni eða afbrýði sé að ræða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.