Úrval - 01.06.1971, Side 70

Úrval - 01.06.1971, Side 70
68 ÚRVAL því fólgin að eiga „samtal“ í hug- anum, að hugsa sér samtal, þ. e. koma hugsunum í orð án þess að segja þau. Talvöðvarnir verða að mynda öll orðin, til þess að slíkt sé hægt, en að vísu aðeins með örlitl- um vöðvahreyfingum. En ef þið slakið á tungu, vörum og hálsvöðv- um, verður ómögulegt „að hugsa í orðum“. Hið sama gildir um sjónmyndir, sem ber fyrir augu okkar í innra hugarheimi. Slíkar sjónmyndir geta ekki orðið til, án þess að augnvöðv- arnir myndi þær með örlitlum hreyfingum. Hið sama gildir um ímyndaðan verknað, hvort sem maður hugsar sér, að maður lemji dónann, eins og maður hefði átt að gera, eða píanistinn leikur aftur kaflann, sem fór í handaskolum hjá honum. Heilinn getur ekki fram- kvæmt þennan ímyndaða verknað án aðstoðar örlítilla hreyfinga í handleggjum, hendi eða fingrum, þ. e. þegar „gefið er á kjaftinn“ eða „kaflinn leikinn" á ný í huganum. Takist ykkur því að slaka á þess- um aðstoðarvöðvum hugsunarinnar, getið þið „tekið heilann úr sam- bandi“ og fengið góðan nætur- svefn. Þúsundir manna, sem lært hafa að draga úr „stjórnlausri" spennu með því að slaka á vöðvum, er lúta stjórn, hafa komizt að því, að bragð- ið heppnast hverju sinni. En þetta krefst æfingar og vilja til þess að gefast ekki upp. Þessi hæfileiki þroskast aðeins smám saman stig af stigi. Það er ekki um neina skyndi- breytingu að ræða. Því lengur sem ykkur tekst að viðhalda slökun stærri vöðvanna, því fleiri hinna minni vöðva munu slaka á, jafnvel þótt þið hafið enn ekki þroskað hjá ykkur hæfileika til þess að slaka viljandi á litlu vöðvunum. Ef þið eruð spennt, hvort sem slíkt er á háu stigi eða ekki, og hafið ekki enn náð mikilli þjálfun í slökun, eru ekki líkur á því, að þið náið fullkomnu slökunarástandi eftir að- eins slökun. að nokkru leyti, sem fengizt hefur eftir aðeins 5—10 mín- útna tilraun. Þessari ástandsbreyt- ingu svipar til þess, þegar slökkva á öll ljósin í húsinu. Það mun ekki ríkja myrkur í húsinu, fyrr en bú- ið er að slökkva á síðasta ljósa- hnappnum. Væruð þið að læra að slaka á samkvæmt leiðbeiningum dr. Jacob- sons eða einhvers hinna mörgu leiðbeinenda og lækna, sem hann hefur þjálfað á þessu sviði, mund- uð þið eyða vissum tíma á degi hverjum liggjandi í algerri hvíld- arstellingu með lokuð augu. Þið munduð svo spenna einhvern stór- an vöðva og slaka á honum og end- urtaka þessa æfingu nokkrum sinn- um. Síðan munduð þið enda æfing- una á því að halda síðustu slökun- inni áfram og reyna að auka hana og dýpka og þjálfa ykkur í að skynja vöðvann í algerri slökun. Þið munduð taka fyrir einn stóran vöðva í hverri æfingu, þannig að þið æfðuð smám saman flesta stóru vöðvana í handleggjum, fótleggjum og búk. Síðan munduð þið taka til við minni vöðvana og læra að skynja hina fíngerðari spennu þeirra og stjórna þeim og slaka á þeirri spennu. Og smám saman
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.