Úrval - 01.06.1971, Side 96

Úrval - 01.06.1971, Side 96
94 ÚRVAL en og Edward Giobbi, en nöfn þessi mundu sóma sér hið bezta í sýn- ingarskrám helztu sýningarsala í New York. En í blaðinu mátti einnig greina ýmsar róttækar hugmyndir, sem hefðu valdið hneyksli við hvaða há- skóla sem er fyrir einum áratug. í forsíðugrein þ. 10. marz var því mótmælt, að heilsugæzluþjónusta skólans vildi ekki útbýta getnaðar- varnarpillum meðal þeirra kven- stúdenta, sem þess æsktu, eða gera þungunarprófun á þeim stúlkum, sem þess óskuðu. Næsta dag skýrði blaðið svo frá því, hvar ófrískir kvenstúdentar ættu að leita ráð- legginga og aðstoðar og hvernig þeir gætu komizt í samband við „Ráð- leggingarþjónustu kirkna í Cleve- land í fóstureyðingarmálum". Önnur fréttaklausa skýrði frá heimsókn Jerry Rubins í skólanum í miðjum aprílmánuði, þ. e. hins róttæka leiðtoga Hins óháða flokks amerískrar æsku (American Youth Independent Party, ,,the Yippies“), en meðlimir hans eru kallaðir Yippiar. Hann ávarpaði 2000 stúd- enta á fundi í háskólanum. í frá- sögninni í blaðinu getur að líta þessa klausu: „Það var ekki mikið um grófyrði eða klám á fundinum, ekkert ofbeldi og varla nokkur hróp. Rubin mælti á þessa leið: „Sá hópur manna, sem verður fyrir mestri kúgun í þessu landi, er hvíta miðstéttin, en ekki svertingjarnir eða fátæklingarnir .Hvíta miðstétt- arfólkið hefur nefnilega ekki neitt, sem það getur snúizt gegn og bar- izt gegn. Við þurfum að finna ný lög til þes? að brjóta.“ * Það er erfitt að ímynda sér, að nokkur önnur yfirlýsing hefði get- að verið borin fram á eins óheppi- legum tíma né verið eins líkleg til þess að valda örugglega ólgu í bæn- um Kent. Og menn verða að skilja, að bærinn, sem harmleikurinn átti eftir að gerast í þessa helgi í maí- byrjun, var einnig heimili 28.000 miðstéttarborgara, sem gegndu þar eins þýðingarmiklu hlutverki og stúdentarnir sjálfir. Allir háskólar um víða veröld eiga við einhverja slíka erfiðleika að stríða, þ. e. ríg eða ýfingar milli háskólastúdentanna og bæjarbúa. En í Kent hefur þessi úlfúð aukizt með árunum af einni ástæðu: Aðal- járnbrautarlína Erie- & Lackawan- najárnbrautarinnar liggur um mið- bik bæjarins. Þar er ekki um að ræða litið notaða teina, sem vöru- flutningalestir fari um á stangli, heldur fara þar um lestir í tugatali suma dagana og slita þannig í sund- ur allar helztu umferðargöturnar milli austur- og vesturhluta bæjar- ins. Þegár verið er að tengja vagna saman í lengstu vöruflutningalest- unum í járnbrautartengistöð bæjar- ins, getur slíkt stöðvað alla umferð um helztu umferðargöturnar í allt að 20 mínútur. En verstu umferðar- hnútarnir myndast samt á mánu- dagsmorgnum, þegar þúsundir há- skólastúdenta eru að halda aftur í skólann í bifreiðum sínum, og einn- * Blaðið skýrði ekki frá illræmdustu setningunum í ræðu hans, sem hljóða svo: „Fyrsti þáttur Yippieáætlunarinnar er sá, að við eigum að drepa foireldra okkar. Og ég meina það alveg bókstaflega. Foreldr- ar okkar eru fyrstu kúgarar okkar.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.