Úrval - 01.06.1971, Side 118

Úrval - 01.06.1971, Side 118
116 ÚRVAL Þjóðvarðliðsins. Hann hafði sett á útgöngubann í bænum frá því klukkan 8 að kvöldi til klukkan 6 að morgni. Hann hafði skipað svo fyrir, að loka skyldi öllum krám, vínstúkum og áfengisverzlunum. En það varð samt ekkert lát á þessum þráláta orðrómi og sífelldum hótun- um. Satrom frestaði upphringingunni til klukkan 5.30. Og fimm mínútum eftir að Satrom hafði hringt í bæki- stöðvar Þj óðvarðliðsins og farið fram á aðstoð þess, hringdi Sylvester T. del Corso, hershöfðjingi, einn æðsti maður Ohio-deildar Þjóðvarð- liðsins, svo aftur í Satrom bæjar- stjóra og skýrði frá því, að hann væri reiðubúinn til þess að senda honum liðssveitir. „BRENNUM ÞAÐ! BRENUNM ÞAÐ!“ Þegar Glenn Frank kom á Al- menninginn á háskólasvæðinu laug- ardagskvöldið 2. maí, var þegar byrjaður að safnast þar saman all- mikill mannfjöldi. Álitið er, að þar hafi verið saman komnir um 600 manns. Dagsbirtan var óðum að þverra. Uppi á lágu múrsteinsbygg- ingunni, sem sigurklukkan hékk í, stóð síðhærður, ungur maður og æpti hvatningarorð til mannfjöld- ans: „Við munum hafa þörf fyrir stuðning stúdentanna af heimavist- unum núna í kvöld. Löggurnar eru að reyna að halda þeim inni á heimavistunum. Af stað!“ Annar stúdent, klæddur kúreka- búningi, æpti: „Tími viðræðna er liðinn. Tími framkvæmda er runn- inn upp!“ Frank reyndi að grípa fram í fyrir honum, en ungi maður- inn hrópaði þá: „Ég kæri mig ekki um að hlusta á neitt, sem ógeðslegt svin eins og þú hefur að segja! „Svo spýtti hann á Frank og reyndi að koma hnefahöggi á andlit honum, en höggið geigaði. Frank var sem lamaður vegna hinnar fjanasamlegu afstöðu mann- fjöldans. Um þetta farast honum svo orð: „í þau 17 ár, sem ég hef fengizt við kennslu, hef ég aldrei áður séð neinn stúdentahóp, sem var eins ógnandi og ögrandi né eins æst- ur í að vinna skemmdarverk og þeir hópar voru, sem ég sá þetta laugar- dagskvöld. Mannfjöldinn fór að yfirgefa Al- menninginn rétt fyrir klukkan átta, líkt og honum hefði verið gefið merki um það, og stefndi á stúd- entagarðana, sem eru í hinum enda háskólasvæðisins. Hverjir voru þess- ir æsingamenn, sem hvöttu mann- fjöldann, æstu hann upp og voru sí- fellt í fylkingarbrjósti hans? Enginn veit það í rauninni með vissu. En einn af þeim mörg hundruð stúdent- um, sem slógust í hópinn og tóku þátt í göngu þessari, segist hafa orð- ið vitni að dálitlu ógnvænlegu. Hann segir svo frá: „Tveir ungir menn gengu rétt á undan mér. Þeir hafa ekki getað verið stúdentar, að minnsta kosti ekki við Kentfylkis- háskólann. Þeir ræddust stöðugt við, alvarlegir í bragði. Annar þeirra spurði hinn: „Hvernig eigum við svo að komast burt af háskólasvæð- inu, þegar við höfuð lokið þessu?“ Og hinn svaraði svo: „Á sama hátt og við komumst inn á það.“ Það voru þessir tveir, sem voru fremst-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.