Lögfræðingur - 01.01.1900, Qupperneq 2
9
Páil Briem.
Hafa komið fram margar getgátur um það, og skal nú
athuga eina tilgátu í þessu efni, áður en lengra er farið.
Eins og kunnugt er, voru þeir Árni Magnússon og
Páll Vídalín skipaðir af konungi til þess, að scmja nýtt
jarðamat 1702. Nokkru síðar var Árni í jarðamatsstörf-
um í Hreppum austur, og fjekk þá maður honum, að
nafni Páll Bjarnason, skjal nokkurt.1) Skal þetta varum
það, hvernig meta skyldi jarðir til hundraða. í skjalinu
er sagt svo, að Bergþór Rafnsson, iögsögumaður, 17 höfð-
ingjar aðrir og lögþingismenn hafi orðið ásáttir um þetta
við Gissur ísleifsson, biskup, á alþingi 1117. Skjal þetta
hefur síðan verið kallað Bergþórsstatúta.2)
peir Árni og Páll sögðu, að skjalið væri að öllu
leyti falsað. En Jón Árnason, biskup í Skálholti, varði
það í ritgjörð, sem er óprentuð (Decategraphia). Finnur
Jónsson, biskup, ritaði síðan um það aðra ritgjörð, sem
einnig er óprentuð (Anatome Bergthoriana), og sýndi fram
á, að í því væru alls konar villur. Halldór Einarsson,
sýslumaður í Borgarfjarðarsýslu (ý 1846), hefur að nokkru
leyti haldið Bergþórsstatútu fram, en nú á tímum dettur
engum í hug að efast um, að Bergþórsstatúta sje fals-
skjal. Hún er búin til af Daða Halldórssyni, presti í Steins-
holti (1671 —1721), og ^amin til þess, að freista þeirra
Páls og Árna, er þeir voru við jarðamatsstörf sín.3)
|>að er því ómögulegt, að Bergþórsstatúta geti gefið
1) Páll Víclalhi. Fornyrði. bls. 553.
2) Hergþórsstatúta er prentuð í riti Halldórs Einarssonar, Om
Værdie Beregning paa Landsyiis og Tiendeydelsen i Island.
Khavn. 1833, bls. 165—175.
3) Jón Sigurðsson, Lögsögumanna tal og lögmanna í Safni til
sögu íslands. II. Khöfn. 1886. bls. 22—23.