Lögfræðingur - 01.01.1900, Qupperneq 13
Hundraðatal á jBrðum.
13
rækilega um þetta efni. ‘) — Að svo mæltu skal sleppt
leiðsögu dr. Valtýs Guðmundssonar.
pað, sem menn sjerstaklega þurfa að hafa hugfast,
er, að eitt hundrað getur verið sama sem 120 álnir vað-
máls, og líka sama sem 120 sex á'.na aurar eða 720 álnir
i vaðmáls, og loks sama sem 120 þriggja álna aurar eða 360
álnir vaðmáls. Auk þess má geta þess, að menn töldu í
kúgildum, og, þegar fram liðu stundir, þá var kúgildið
talið jafn verðmikið sem eitt hundrað álna eða 120 álnir
vaðmáls.
Að svo mæltu skal taka til þess, sem fyr var frá
horfið.
Eins og áður hefur verið getið, Ijet stjórnin það í
Ijósi 1848, að mælikvarði fyrir jarðamati gæti enginn
annar verið, en peningaverð jarðanna. Ef þetta er rjett,
þá hlýtur líkur mælikvarði að hafa verið, þegar forfeður
vorir upprunalega fóru að meta jarðir hjer á landi. Eptir
því hafa þeir hlotið að meta jarðir til hundraða eptir pen-
ingaverði eða rjettara sagt verði á því, er menn notuðu
sem peninga eða peningaígildi, hvort sem það var álnir
vaðmála, verðaurar, aurar silfurs eða kúgildi.
p>etta er aðalatriði málsins, sem hjer þarf að rann-
saka, og þarf þá fyrst að fara nokkrum orðum um sögu-
öldina.
þ>egar landnámsmenn komu hingað til Islands, var
landið óbyggt, og því gátu menn numið það eptir því,
sem hver hafði föng á. Flestir landnámsmenn gáfu af
landnámi sínu, en sumir seldu, og segir svo meðal annars
1) Grundriss der germanischen Philologie. Herausgegeben von
Hermann Paul. Strassburg. III. 1898. bls. 473—475.